Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2021 14:43 Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld. Gísli Berg Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun. Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Hvernig líður hópnum? „Ég held það séu fyrst og fremst vonbrigði og fyrst og fremst umhyggja með þeim sem eru smituð í hópnum okkar. Þetta er alveg ótrúleg óheppni að þetta séum við sem lendum í þessu. En ég hef gjarnan sagt að það hefði verið ótrúlegt að fara í gegnum þessa keppni án þess að neitt kæmi upp, en mikið afskaplega vildi ég að þetta hefðum ekki verið við, en það er því miður svona,“ segir Felix. Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Jóhann Sigurður segir frá því að hann sé smitaður í tilfinningaþrungnu „story“ á Instagram-síðu Gagnamagnsins. Einn fyrir alla og allir fyrir einn Felix segir það ekki koma til greina að hópurinn flytji atriðið á morgun án Jóhanns. „Það gengur ekki fyrir Gagnamagnið. Þar er einn fyrir alla og allir fyrir einn og atriðið hefði ekki gengið upp án þess að allir væru á sviði og það verður því notast við æfinguna. Daði er mjög ákveðinn í því. Gagnamagnið var sett saman til að taka þátt í Eurovision og ef einn vantar þá stíga þau ekki á svið, það er bara mjög virðingarverð afstaða og í raun hefði það ekki gengið. Þetta er búið að vera í æfingu í marga mánuði með þessa sex aðila og það hefði enginn geta stigið inn í þetta. Þau eru þrjú sem spila á gítar og ef að einn vantar þá er hringurinn ekki fullkomnaður og þetta gekk bara ekki upp svona,“ segir Felix. Felix segir að sem betur fer finni Jóhann og hinn smitaði einstaklingurinn, sem tilheyrir hópnum, lítið fyrir veikindunum. Þá segir hann smitin hafi komið öllum í opna skjöldu enda hafi hópurinn farið einstaklega varlega í Rotterdam. Ekki hefur verið gefið upp hver sá fyrsti sem smitaðist í hópnum er en Felix segir að um sé að ræða starfsmann í hópnum. „Eitthvað sem hefur gert á hótelinu“ „Einn af þeim sem er að vinna að atriðinu og öðru slíku. Þetta er fjórtán manna hópur sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og það hefur engin utanaðkomandi komið inn í þennan hóp. Við höfum afþakkað allar heimsóknir. Hér hafa fjölmargir vilja koma hitta okkur, sendiherrar og aðrir og stuðningsmenn, en við höfum hafnað öllum heimsóknum. Við tókum ekki maka með að þessu sinni og það eru engir foreldrar í heimsókn. Það er engin hér nema við. Þetta er eitthvað sem hefur gerst hér inni á hótelinu og við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta hefur gerst,“ segir Felix. Telur að Íslendingar verði stoltir Felix segir æfingu Gagnamagnsins, sem verður notuð í dómararennslinu í kvöld og sömuleiðis annað kvöld, hafa gengið mjög vel. „Ég held að Íslendingar verði mjög stoltir þegar þetta birtist á skjánum annað kvöld. Lagið og atriðið stendur algjörlega fyrir sínu og þetta er auðvitað fyrst og fremst sjónvarpsþáttur,“ segir Felix Bergsson.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira