Sabrina kom sér í sögubækurnar í nótt þegar hún var sú yngsta til að vera með þrennu í leik í WNBA-deildinni.
Þessi fjölhæfi leikmaður var þá með 26 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst í 87-75 sigri New York Liberty á Minnesota Lynx. Þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum í upphafi tímabilsins.
Þetta er í fyrsta sinn í fjórtán síðan New York liðið vinnur þrjá fyrstu leikina sína.
At 23 years and 164 days old, Sabrina Ionescu becomes the youngest player in WNBA history to record a triple-double.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 19, 2021
She finished with 26 points, 12 assists, and 10 rebounds in the Liberty win. pic.twitter.com/7dfjsN2xdy
Sabrina er aðeins 23 ára og 164 daga gömul en gamli methafinn, Deanna Nolan, var 25 ára og 269 daga gömul þegar hún setti gamla metið árið 2005.
Þetta var aðeins sjötti WNBA leikur Ionescu á ferlinum en fyrir leikinn í nótt hafði engin WNBA leikmaður náð þrennu í fyrstu fimmtíu leikjum sínum í deildinni. Sheryl Swoopes hafði verið sú fyrsta til að ná því í leik númer 59.
Sabrina átti frábæran háskólaferil með Oregon og mikið hefur verið gert úr vináttu hennar og Kobe Bryant en þau voru í mjög góðu sambandi. Sabrina er líka mikill fjölskylduvinur og hefur eytt tíma með Vanessu Bryanti og dætrum hennar og Kobe eftir að Kobe og Gianna dóu í þyrlyslysinu.