Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 17:51 Hæstiréttur telur sérfróða meðdómsmanninn hæfan til að dæma í málinu. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni. Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í janúar fyrir að hafa banað eiginkonu sinni með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Upprunalega taldi lögregla ekki að um saknæman dauðdaga væri að ræða en með krufningu réttarmeinafræðingsins kom annað í ljós. Verjandi mannsins hefur dregið niðurstöðu krufningarinnar í efa og meðal annars talið að það sé allt eins líklegt að dánarorsök konunnar hafi verið eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa áfengis og svæfandi lyfja. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem dómarar og sérfróður meðdómsmaður hafa verið skipaðir. Verjandi mannsins taldi skipaðan meðdómsmann þó of tengdan bæði fyrri meðdómsmanni í héraði, sem var sammála niðurstöðu krufningarinnar, og réttarmeinafræðingnum sem framkvæmdi hana. Allir starfa þeir saman á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og þá skrifuðu meðdómsmaðurinn í héraði og meðdómsmaðurinn í Landsrétti fræðigrein saman með þriðja manni fyrir þremur árum síðan. Þetta þótti Hæstarétti ekki næg tenging til að hægt væri að telja meðdómsmanninn vanhæfan til að fjalla hlutlaust um málið í Landsrétti. Í úrskurðinum segir að verjandinn hefi ekki fært nein rök fyrir því að tengsl mannanna væru meiri en „almennt má ætla að séu fyrir hendi milli starfsmanna á stórum vinnustað“. Sérfróði meðdómsmaðurinn mun því fjalla um málið með skipuðum dómurum í Landsrétti á næstunni.
Dómsmál Lögreglumál Suðurnesjabær Manndráp í Sandgerði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Ber við minnisleysi Héraðsdómur Reykjaness framlengdi nú fyrir skömmu gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana til 15. apríl. 8. apríl 2020 15:12