KR-ingar töldu að sóknarfráköst Valsmanna hafi riðið baggamuninn í kvöld og var Finnur Freyr þjálfari Vals spurður að því hvort það hafi verið eitthvað sem þeir lögðu áherslu á fyrir leikinn. Það er að berjast um öll sóknarfráköst.
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld

Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn.