Selfosskonur unnu markaleik, drama í blálokin í Boganum og Valskonur gerðu það sem Blikunum tókst ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 16:30 Selfosskonur fagna hér marki Caity Heap í Laugardalnum í gær. Vísir/Hulda Margrét Selfoss er áfram með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta eftir að þær sluppu með öll stigin úr Laugardalnum eftir sjö marka leik. Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gær og það voru skoruð sautján mörk í leikjunum sex þar af komu þrettán þeirra í tveimur leikjum. Fylkiskonur urðu síðasta liðið til að ná í stig í gær en það er ekki hægt að sjá annað en að deildin verði mjög jöfn í ár þar sem engin stig fást gefins. Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina fimm í fjórðu umferðinni í gær og smá sjá samantekt hennar hér fyrir neðan. Klippa: Fjórða umferð Pepsi Max deildar kvenna Selfoss vann 4-3 sigur á Þrótti í Laugardalnum og hafa Selfosskonur því unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim tólf mörk. Selfossliðið komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum. Brenna Lovera skoraði tvívegis og er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk. Valur og Breiðablik unnu bæði leiki sína í gær og fylgja Selfyssingum eftir. Valskonur unnu 4-2 sigur á ÍBV í Eyjum þar sem Blikakonur töpuðu 4-2 á dögunum. Blikar þurftu að hafa mikið fyrir 1-0 sigri á nýliðum Tindastóls þar sem þjálfari Stólanna tók því sem miklu hrósi á sitt lið að Íslandsmeistararnir hafi verið að tefja í lokin. Ein mesta dramatíkin var í Boganum á Akureyri þar sem Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fylkir og Keflavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Árbænum þar sem umdeild vítaspyrna færði heimastúlkum stigið en þær skoruðu jöfnunarmarkið úr frákastinu. Öll umferðin verður svo gerð upp í Pepsi Max mörkum kvenna í kvöld en þátturinn verður á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira