Issam Jebali kom OB yfir snemma leiks og þannig var staðan allt fram á 70. mínútu leiksins en þá jafnaði Mathias Rasmussen metin fyrir heimamenn í Lyngby.
Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark leiksins á 84. mínútu leiksins en Sveinn Aron kom inn af bekknum þremur mínútum áður. Aron Elís lék allan leikinn á miðju liðsins.
OB er í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar en þegar einn leikur er eftir er ljóst að liðið er ekki fallið og getur ekki komist í umspil um sæti í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð. Liðið er með 40 stig að loknum 31 leik sem stendur.