Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitil Olís-deildar karla á dögunum þó enn séu tvær umferðir eftir. Selfoss er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og því voru heimamenn í Haukum taldir sigurstranglegri aðilinn.
Sú varð líka raunin. Eftir að staðan var 16-16 í hálfleik tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu það sem mætti túlka sem nokkuð þægilegan sigur, lokatölur 32-24. Eru Haukar Því komnir áfram í 16-liða úrslit bikarsins.
Þar bíða þeirra erkifjendurnir í FH en liðin mætast í Kaplakrika.
Brynjólfur Snær Brynjólfsson var markahæstur í liði Hauka með níu mörk og þar á eftir kom Geir Guðmundsson með fimm mörk.