Daði sagði að það hafi verið skrýtið að horfa á sig koma fram í keppninni í kvöld.
„Ég heyrði eiginlega ekki í áhorfendunum að fagna, en ég fann fyrir því og fékk mörg myndbönd úr höllinni. Þetta var skemmtilegt kvöld en ég hefði viljað vera þarna.
Við höfum séð þennan flutning áður, þannig að mér leið ekkert eins og ég væri að keppa í Eurovision í rauninni. Við erum bara að sitja á hóteli og horfa á Eurovision, en svo er fólkið sem er að keppa fyrir Ísland samt við.“
Daði staðfesti að sveitin kæmi ekki fram í persónu á laugardaginn.
„Það er pirrandi, af því að við höfum lagt verulega mikla vinnu í þetta. Í gær, daginn áður en við eigum að keppa, komumst við að því að neibb, því miður. Við vorum komin í skóna og á leið niður í rútu þegar við fengum fréttirnar. Það er pirrandi,“ sagði Daði.
Erlendir blaðamenn höfðu nokkurn áhuga á að vita hvernig hljómsveitarmeðlimum væri innanbrjóst og Daði skiptist á að segja að þetta væri skrýtið og pirrandi. Það verður ekki endurtekið nægilega oft.
Ísland verður á meðal 26 þjóða sem keppa í úrslitum á laugardaginn og sigurlíkur Íslendinga eru meiri en þær hafa verið um árabil. Daða og félögum er spáð fjórða sæti.
Viðtalið við Íslendingana er síðast: