Draugagangur í Pepsi Max deild kvenna: Dómaraskandalar alltof áberandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 13:01 Þessi bolti fór ekki inn fyrir marklínuna að mati dómara í leik Breiðabliks og Þór/KA Skjámynd/S2 Sport Pepsi Max mörk kvenna voru tilneyddar til að ræða dómgæsluna í deildinni í síðasta þætti. Það var farið yfir draugamörk, draugavíti og gagnrýni þjálfara á dómgæslu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði mark fyrir Breiðablik á móti Þór/KA en það mark mun aldrei koma fram í tölfræðinni hennar þar sem hvorki dómarinn Sigurður Óli Þórleifsson né aðstoðardómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir sáu boltann fara yfir línuna. „Þessi bolti var aldrei inni. Einmitt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna. Þegar skot Þórdísar var skoðað á myndbandsupptöku þá kom í ljós að boltinn var greinilega inni. „Það er pínu leiðinlegt að þurfa að sitja hérna eftir umferðir og ræða svona atvik,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Dómaraskandalar í deildinni „Á sjónarhorninu sem við erum með þá sést að þetta er greinilega mark. Hvernig var hægt að sjá það að svo var ekki og hvar var línuvörðurinn staðsettur ef hann sá ekki að þetta var ekki mark,“ sagði Helena. „Getum við ekki séð það,“ skaut Katrín Ómarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanana, inn í og Helena svaraði strax. „Hann var reyndar ekki í mynd. Þetta er það undarlegasta sem ég hef séð í langan tíma. Við erum að spila á gervigrasi og það þyrlast upp gúmmítuðrurnar. Sem betur fer var þétta gervigras því þá sjáum við þetta,“ sagði Helena. „Ég hef verið línuvörður í leik og það er mjög auðvelt starf,“ sagði Katrín sposk en hinn sérfræðingur þáttarins var ekki sammála. „Ég hef líka verið aðstoðardómari í leik og mér fannst það ekki auðvelt,“ sagði Mist. „Ég veit ekki hvernig þessir dómarar eru að undirbúa sig fyrir leiki því þetta er eins og þú ert að fara að keppa. Þú þarft að vera tilbúinn í hausnum og búinn að borða vel. Ég veit ekki hvernig þetta er hjá dómarastéttinni,“ sagði Katrín. Pepsi Max mörkin ræddu einnig gagnrýni Nik Anthony Chamberlain, þjálfara Þróttaraliðsins, á dómgæslu í deildinni. Hann segir skammarlegt hvað stöðugleiki dómgæslunnar er lítill. „Það er ótrúlega leiðinlegt að vera í þessari umræðu en ég er ekkert búin að vera neitt sérstaklega hrifin af dómgæslunni almennt í sumar. Ég skil Nik alveg þarna. Þú ert með leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttir, sem er algjör reynslubolti, sem fær einhver fjögur til fimm tiltöl í gær án þess að fá spjald. Svo kemur fyrirliði Þróttar, sem er aðeins minna þekkt stærð og fær spjald fyrir fyrsta brot sem var ekki gróft. Það er alls konar svona atriði í þessu,“ sagði Mist. „Við erum búnar að sjá tvær skandalaklippur nú þegar í þættinum og ég hugsa að við eigum eina góða eftir alla vega,“ sagði Mist. „Þetta er vandamál en kannski er ég búin að vera í þessu svo lengi að ég er orðin vön þessu,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um dómaraskandala deildarinnar hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira