Ósanngjarnt að bera saman launakjör flugfélaganna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:59 Birgir Jónsson forstjóri Play Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir ósanngjarnt að bera saman launakjör nýstofnaðs lággjaldaflugfélags við önnur rótgróin flugfélög. Hann segir glærur sem birtar voru í morgun með áformum félagsins um lágan launakostnað eldgamlar og að þær eigi ekkert skylt við það sem félagið sé að gera í dag. Kjarasamningar félagsins séu ekkert til að skammast sín fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.” Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun undirbjó Play á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. Glærurnar voru birtar á Vísi í morgun en á þeim má sjá hvernig launakostnaður bæði flugliða og flugmanna var einn helstu útgangspunktur kynningarinnar. Glærurnar eru frá nóvember 2019. Birgir segir flókið að ræða launakjör í fjölmiðlum og að þau eigi fyrst og fremst heima við kjarasamningsborðið. „Þessi glærukynning sem er birt í fjölmiðlum í morgun er eldgömul, frá þeim tíma sem fyrirtækið var á algjöru ungbarnastigi. Og á ekkert skylt við það sem við erum að gera í dag,” segir Birgir. „Þetta er alveg gríðarlega flókinn samanburður á stærðum sem er ekkert hægt að ræða í fjölmiðlum. Þetta samtal á að eiga sér stað við kjarasamningsborðið, eins og það hefur átt sér stað, enda erum við með fullgildan kjarasamning við íslenskt stéttarfélag og það er ekkert sem við höfum að skammast okkur fyrir eða stenst ekki fulla skoðun.” ASÍ hefur gagnrýnt launakostnað Play og hvatt bæði landsmenn og fjárfesta til þess að sniðganga félagið. Birgir segir að um sé að ræða aðför að flugfélaginu. Óskað hafi verið eftir samtali við ASÍ, án árangurs. „Kjarasamningurinn sem við erum að vinna eftir er hagstæðari, en hann hefur verið borinn saman við samkeppnisaðila okkar. En það er ekkert það sem þessi aðför ASÍ að okkur snýst um í þessari viku. Hún snerist um það að við vorum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og værum einhvern veginn að níða skóinn af starfsmönnum okkar. Við vísum því bara algjörlega til föðurhúsanna.” Birgir segir óeðlilegt að bera saman nýstofnað lággjaldaflugfélag við Icelandair. Félagið hefur krafið ASÍ um afsökunarbeiðni, ella muni það leita réttar síns. „Það er bara mjög ósanngjarnt því við erum ekkert að stilla okkar fyrirtæki upp í einhverri beinni samkeppni eða samanburði við Icelandair og enn og aftur, þessi aðför ASÍ að okkur snerist ekkert um það. Hún byrjaði þannig að við værum að borga undir lágmarkslaunum í landinu og allir launþegar á Íslandi voru hvattir til að sniðganga fyrirtækið. Og nú er þetta farið að snúast um samanburð milli tveggja fyrirtækja á markaði, einkafyrirtækja. Þetta er bara algjörlega ótækt.”
Kjaramál Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira