Steypusílóum verður breytt í gróðurhús Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2021 15:00 Verðlaunateymið með borgarstjóra f.v. Maríus Þór Jónasson, hjá VSÓ, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ, Kristbjörg María Guðmundsdóttir, MStudio, Björn Gunnlaugsson, Íslenskar fasteignar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Vísir/Gísli Þór Gíslason Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun stefnu borgarinnar varðandi svokallað grænt húsnæði. Fram hefur komið borgin hyggst leggja til þróunarreiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell, Suðurlandsbraut, Gufunesbrygg og Sævarhöfða 31. Borgin auglýsti eftir tillögum á síðasta ári fyrir Sævarhöfða 31. Skilyrðin voru að þverfaglegt teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Verkefnið er hluti af samstarfi borgarinnar við nær hundrað stórborgir gegn loftslagsbreytingum. Verðlaunatillaga fyrir Sævarhöfða var kynnt í morgun . Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir marga koma að tillögunni, norsk arkitektastofa, VSÓ ráðgjöf, Eik fasteignafélag, Íslenskar fasteignir, Mstudio Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður.Vísir „Nú er að hefjast uppbygging á bryggjuhverfi vestur eða hún er hafin þar. Verðlaunatillagan sem var kynnt í dag gerir ráð fyrir að Sementsverksmiðjan sem er á svæðinu verði að fullu nýtt,“ segir Rebekka. Rebekka segir að tillagan geri ráð fyrir fullri nýtingu á sementsverksmiðju og sílóum sem eru þarna fyrir. Það verður ræktun, veitingastaðir, veitingaþjónusta, nýsköpun í sementsverksmiðjunni og svokölluð lóðræn ræktun eða lóðrænn landbúnaður í steypusílóunum, þau munu gegna eins konar hlutverki gróðurhúss. Rebekka segir að mikill undirbúningur fyrir verkefnið fari fram á næstunni og erfitt að segja til um hvenær það verður endanlega tilbúið. Verðlaunatillaga um Sævarhöfða 31 gerir ráð fyrir að steypusílóum verði breytt í gróðurhús og steypustöðinni í veitingastaði og nýsköpunarmiðstöð.Vísir Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun stefnu borgarinnar varðandi svokallað grænt húsnæði. Fram hefur komið borgin hyggst leggja til þróunarreiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell, Suðurlandsbraut, Gufunesbrygg og Sævarhöfða 31. Borgin auglýsti eftir tillögum á síðasta ári fyrir Sævarhöfða 31. Skilyrðin voru að þverfaglegt teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Verkefnið er hluti af samstarfi borgarinnar við nær hundrað stórborgir gegn loftslagsbreytingum. Verðlaunatillaga fyrir Sævarhöfða var kynnt í morgun . Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir marga koma að tillögunni, norsk arkitektastofa, VSÓ ráðgjöf, Eik fasteignafélag, Íslenskar fasteignir, Mstudio Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður.Vísir „Nú er að hefjast uppbygging á bryggjuhverfi vestur eða hún er hafin þar. Verðlaunatillagan sem var kynnt í dag gerir ráð fyrir að Sementsverksmiðjan sem er á svæðinu verði að fullu nýtt,“ segir Rebekka. Rebekka segir að tillagan geri ráð fyrir fullri nýtingu á sementsverksmiðju og sílóum sem eru þarna fyrir. Það verður ræktun, veitingastaðir, veitingaþjónusta, nýsköpun í sementsverksmiðjunni og svokölluð lóðræn ræktun eða lóðrænn landbúnaður í steypusílóunum, þau munu gegna eins konar hlutverki gróðurhúss. Rebekka segir að mikill undirbúningur fyrir verkefnið fari fram á næstunni og erfitt að segja til um hvenær það verður endanlega tilbúið. Verðlaunatillaga um Sævarhöfða 31 gerir ráð fyrir að steypusílóum verði breytt í gróðurhús og steypustöðinni í veitingastaði og nýsköpunarmiðstöð.Vísir
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira