Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 20:41 instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“ Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“
Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30
Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11
Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02