Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 08:32 Tova Noel (fyrir miðju í gulri blússu) og Michael Thomas hafa verið ákærð fyrir að hafa falsað skýrslur um dauða Epsteins. Getty/Kena Betancur Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Sjá meira
Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44