Sigurhæðir er ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2021 13:04 Fjórar af konunum, sem koma að starfsemi Sigurhæða á Selfossi. Frá vinstri, Elísabet Valtýsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands, Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, Elísabet Lorange, teymisstjóri og Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurhæðir er ný starfsemi á Suðurlandi, sem er þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í landshlutanum. Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu en mikil eftirspurn er eftir þjónustu Sigurhæða, sem er gjaldfrjáls. Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA. Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Sigurhæðir tók til starfa 20. mars síðastliðinn í húsnæði við Skólavelli 1 á Selfossi. Öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki Sigurhæða, auk ýmissa annarra aðila. Hildur Jónsdóttir er verkefnisstjóri Sigurhæða. „Við erum sem sagt fyrsta úrræðið, sem er boðið þessum hópi, þolendum kynbundins ofbeldis, hvort sem það er líkamlegt, kynferðislegt eða andlegt,“ segir Hildur og bætir við að starfsemin hafi fengið ótrúlegar góðar viðtökur. „Já, þannig er, af því að við erum með þessa öflugu samstarfsfélaga og erum samstarfsverkefni. Það er Soroptimistaklúbbur Suðurlands, sem hafði frumkvæði að verkefninu en kallaði alla þessa aðila saman, sem undantekningarlaust tóku okkur fagnandi og stundum komu þessi skemmtilegu viðbrögð, „Já, við erum búin að vera að bíða eftir svona frumkvæði úr grasrótinni.““ Allar konur, 18 ára og eldri geta sóttu þjónustu Sigurhæðar sér að kostnaðarlausu. Hildur segir starfið fara mjög vel af stað og mikil aðsókn sé í viðtöl og ráðgjöf hjá Sigurhæðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í EMDR, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð er í teyminu hjá Sigurhæðum. Konum er vísað til hennar á seinni stigum meðferðar í sérhæfða áfallameðferð. Jóhanna Kristín, sálfræðingur, sem er með mikla reynslu af áfallameðferð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er meðferð, sem skilar ótrúlega góðum árangri og er í rauninni einstakt að Sigurhæð geti boðið sínum skjólstæðingum upp á þess háttar meðferð. Við vitum að stór hluti af þessum konum erum að glíma við bæði núverandi áföll en líka, margar þeirra eiga lang áfallasögu.“ Hildur segir nauðsynlegt að þessi skilaboð komist á framfæri hafi konur Á Suðurlandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. „Núna er tækifærið til þess að vinna með það og úrræðin eru komin í heimabyggð á Suðurlandi.“ Aðeins um Sigurhæðir: Soroptimistaklúbbur Suðurlands er frumkvöðull að verkefninu. Verkefnisstjórn skipuð samstarfsaðilum hélt sinn fyrsta fund í desember á liðnu ári og eiga fulltrúar eftirfarandi samstarfsaðila sæti í henni auk Soroptimista: Lögreglunnar á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Árborgar, Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (byggðasamlag sjö sveitarfélaga), Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu (byggðasamlag fimm sveitarfélaga), sveitarfélagsins Hornafjarðar og Kvennaráðgjafarinnar. Þjónustuveitendur við skjólstæðinga SIGURHÆÐA auk áðurtaldra eru Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélags Íslands. Virkt samstarf er einnig við Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri, Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Rótina. Þá hefur Vestmannaeyjabær styrkt verkefnið. Þetta þýðir að öll sveitarfélög á Suðurlandi standa að baki SIGURHÆÐA.
Árborg Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira