Setti flautukörfu í framlengingu | Doncic með þrefalda tvennu Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 09:30 Khris Middleton var hetja Bucks. Getty Images/Quinn Harris Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fór á flug með fjórum leikjum í gærkvöld. Mest var spennan í Milwaukee. Milwaukee Bucks tóku á móti Miami Heat í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og úr varð spennandi leikur. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og 16 sinnum var leikurinn jafn. Tveggja stiga munur var á liðunum fyrir síðasta fjórðung, 80-78, heimamönnum í vil. Miami tókst að jafna fyrir lokaflautið og framlengja þurfti því. Bucks áttu boltann þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni í stöðunni 107-107. Khris Middleton fékk boltann úr innkasti og setti niður stökkskot á lokasekúndunni sem tryggði Bucks 109-107 sigur og veitti þeim jafnframt 1-0 forystu í einvígi liðanna. Middleton var stigahæstur á vellinum í gær með 27 stig en tveir félagar hans voru með tvöfalda tvennu; Giannis Antetokounmpo var með 26 stig og 18 fráköst, og Jrue Holiday með 20 stig og ellefu fráköst. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami en Duncan Robinson 24. Khris Middleton's Game @Bucks 1 game-winner added to his extensive clutch resume. Game 2 - Mon, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/J55K0fAEjw— NBA (@NBA) May 23, 2021 Í borg englanna, Los Angeles, voru Dallas Mavericks í heimsókn hjá LA Clippers. Munurinn á liðunum var aldrei mikill en Dallas þó ávallt skrefi á undan. Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas áfram en Clippers-liðinu tókst ekki að hemja hann fyrr en í fjórða leikhlutanum. Doncic skoraði aðeins eitt stig í síðasta fjórðungnum en hafði þá sett 30 stig fyrir. Alls var sá slóvenski með 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar í tíu stiga sigri, 113-103. Kawhi Leonard skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir heimamenn. @luka7doncic drops a triple-double in Game 1 to power the @dallasmavs! #NBAPlayoffs 31 PTS 10 REB 11 ASTGame 2: Tue, 10:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/Y08owS98Gl— NBA (@NBA) May 22, 2021 Brooklyn Nets unnu þá endurkomusigur á Boston Celtics. Þeir síðarnefndu voru með forystuna lengst af en staðan í hálfleik var 53-47 þeim grænklæddu í vil. Nets sneru leiknum við í þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Úrslitin 104-93 Nets í vil. Hjá Nets setti Kevin Durant 32 stig, auk tólf frákasta, Kyrie Irving 29 stig og James Harden 21 stig. Jayson Tatum setti 22 stig fyrir Boston en Marcus Smart 17. The @BrooklynNets dynamic trio drops 82 in their first #NBAPlayoffs game together. @KDTrey5: 32 PTS, 12 REB@KyrieIrving: 29 PTS@JHarden13: 21 PTS, 8 AST, 4 STLGame 2 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/pwpH4WXIMN— NBA (@NBA) May 23, 2021 Damien Lillard fór þá mikinn er Portland TrailBlazers unnu 123-109 sigur á Denver Nuggets. Nuggets leiddu í hálfleik en líkt og hjá Brooklyn þá komu Portland inn af krafti eftir hléið og héldu forystunni til loka. Lillard var með 34 stig og 13 stoðsendingar, þær flestu sem hann hefur gefið í úrslitakeppni á ferlinum. CJ McCollum skoraði 21 stig og þá setti Carmelo Anthony 18 stig af bekknum á sínum gamla heimavelli í Denver. Nikola Jokic var öflugur í liði heimamanna með 34 stig og 16 fráköst en félagi hans Michael Porter Jr. skoraði 25 stig. 34 points for @Dame_Lillard #NBAPlayoffs career-high 13 ASTDame, @trailblazers go up 1-0 vs. DEN.. Game 2 is Monday at 10 PM ET on TNT. pic.twitter.com/cRmt59tjum— NBA (@NBA) May 23, 2021 Fjórir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppninni í dag þar sem hinar fjórar seríurnar í deildinni fara af stað. Washington Wizards sækja Philadelphia 76ers heim, Phoenix Suns fá LA Lakers í heimsókn, New York Knicks mæta Atlanta Hawks í Madison Square Garden og Utah Jazz mætir Memphis Grizzlies. NBA leikir dagsins á Stöð 2 Sport 17:00 Philadelphia 76ers - Washington Wizards (Stöð 2 Sport 3) 19:30 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers (Stöð 2 Sport 3) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira
Milwaukee Bucks tóku á móti Miami Heat í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og úr varð spennandi leikur. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og 16 sinnum var leikurinn jafn. Tveggja stiga munur var á liðunum fyrir síðasta fjórðung, 80-78, heimamönnum í vil. Miami tókst að jafna fyrir lokaflautið og framlengja þurfti því. Bucks áttu boltann þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni í stöðunni 107-107. Khris Middleton fékk boltann úr innkasti og setti niður stökkskot á lokasekúndunni sem tryggði Bucks 109-107 sigur og veitti þeim jafnframt 1-0 forystu í einvígi liðanna. Middleton var stigahæstur á vellinum í gær með 27 stig en tveir félagar hans voru með tvöfalda tvennu; Giannis Antetokounmpo var með 26 stig og 18 fráköst, og Jrue Holiday með 20 stig og ellefu fráköst. Goran Dragic skoraði 25 stig fyrir Miami en Duncan Robinson 24. Khris Middleton's Game @Bucks 1 game-winner added to his extensive clutch resume. Game 2 - Mon, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/J55K0fAEjw— NBA (@NBA) May 23, 2021 Í borg englanna, Los Angeles, voru Dallas Mavericks í heimsókn hjá LA Clippers. Munurinn á liðunum var aldrei mikill en Dallas þó ávallt skrefi á undan. Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas áfram en Clippers-liðinu tókst ekki að hemja hann fyrr en í fjórða leikhlutanum. Doncic skoraði aðeins eitt stig í síðasta fjórðungnum en hafði þá sett 30 stig fyrir. Alls var sá slóvenski með 31 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar í tíu stiga sigri, 113-103. Kawhi Leonard skoraði 26 stig og tók tíu fráköst fyrir heimamenn. @luka7doncic drops a triple-double in Game 1 to power the @dallasmavs! #NBAPlayoffs 31 PTS 10 REB 11 ASTGame 2: Tue, 10:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/Y08owS98Gl— NBA (@NBA) May 22, 2021 Brooklyn Nets unnu þá endurkomusigur á Boston Celtics. Þeir síðarnefndu voru með forystuna lengst af en staðan í hálfleik var 53-47 þeim grænklæddu í vil. Nets sneru leiknum við í þriðja leikhluta og litu aldrei til baka. Úrslitin 104-93 Nets í vil. Hjá Nets setti Kevin Durant 32 stig, auk tólf frákasta, Kyrie Irving 29 stig og James Harden 21 stig. Jayson Tatum setti 22 stig fyrir Boston en Marcus Smart 17. The @BrooklynNets dynamic trio drops 82 in their first #NBAPlayoffs game together. @KDTrey5: 32 PTS, 12 REB@KyrieIrving: 29 PTS@JHarden13: 21 PTS, 8 AST, 4 STLGame 2 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/pwpH4WXIMN— NBA (@NBA) May 23, 2021 Damien Lillard fór þá mikinn er Portland TrailBlazers unnu 123-109 sigur á Denver Nuggets. Nuggets leiddu í hálfleik en líkt og hjá Brooklyn þá komu Portland inn af krafti eftir hléið og héldu forystunni til loka. Lillard var með 34 stig og 13 stoðsendingar, þær flestu sem hann hefur gefið í úrslitakeppni á ferlinum. CJ McCollum skoraði 21 stig og þá setti Carmelo Anthony 18 stig af bekknum á sínum gamla heimavelli í Denver. Nikola Jokic var öflugur í liði heimamanna með 34 stig og 16 fráköst en félagi hans Michael Porter Jr. skoraði 25 stig. 34 points for @Dame_Lillard #NBAPlayoffs career-high 13 ASTDame, @trailblazers go up 1-0 vs. DEN.. Game 2 is Monday at 10 PM ET on TNT. pic.twitter.com/cRmt59tjum— NBA (@NBA) May 23, 2021 Fjórir leikir eru á dagskrá í úrslitakeppninni í dag þar sem hinar fjórar seríurnar í deildinni fara af stað. Washington Wizards sækja Philadelphia 76ers heim, Phoenix Suns fá LA Lakers í heimsókn, New York Knicks mæta Atlanta Hawks í Madison Square Garden og Utah Jazz mætir Memphis Grizzlies. NBA leikir dagsins á Stöð 2 Sport 17:00 Philadelphia 76ers - Washington Wizards (Stöð 2 Sport 3) 19:30 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers (Stöð 2 Sport 3) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira