Þetta staðfestir Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við fréttastofu. Hann segir að slökkvistarfi sé lokið og að það hafi gengið vel. Vindur á svæðinu hafi ekki verið mikill sem hafi hjálpað og auðvelt hafi verið að komast að brunanum.
„Við vorum tiltölulega fljótir að ná tökum á þessu en það tekur dálítinn tíma að tryggja að sinubruninn fari ekki af stað aftur og við erum búnir að vera uppi í fjalli til að fylgjast með þessu,“ segir Jens.
Hann segir að mjög þurrt sé á svæðinu þrátt fyrir að rignt hafi í gær.
„Það bleytti þó nokkuð í, það rigndi frá svona fjögur og fram yfir kvöldmat. Það virðist samt ekki hafa dugað til, það er mjög þurrt og mikil hætta á sinueldum.“
Jens segir að ekkert bendi til annars en að eldurinn hafi kviknað af sjálfsdáðum.