„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2021 15:00 Skæruliðadeild Samherja gerði tilraun til að koma í veg fyrir að Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Vísir Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar. Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Í samræðum deildarinnar kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans um málið en Kjarninn hefur undir höndum gögn um samskipti meðlima skæruliðadeildarinnar. Þar kemur fram að Arna Bryndís McClure og Páll Steingrímsson, tveir meðlimir hinnar svokölluðu skæruliðadeildar, hafi rætt sín á milli um komandi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þar hafi Páll meðal annars sagt frá samtali sem hann átti við Þorstein Má um prófkjörið og að Þorsteinn, eins og Páll, vilji ekki sjá Njál á efst sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. „Leitt að sjá þetta sé þetta rétt“ Njáll Trausti hefur setið sem þingmaður frá árinu 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sækist nú eftir fyrsta sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tilkynnti á dögunum að hann hyggist ekki sitja áfram á þingi. „Mér þykir leitt að sjá þetta sé þetta rétt. Ég held að það sé öllum ljóst að ég er ekki af neinni valdafjölskyldu og ekki með sterka hagsmuni að baki mér, þannig hefur mín pólitík alltaf verið,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Njáll var ekki búinn að sjá umfjöllun Kjarnans um málið og kom það honum því nokkuð opna skjöldu. „Ég trúi því að mín vinna og það sem ég stend fyrir eigi sterkan hljómgrunn, sérstaklega í þessu kjördæmi. Síðan er það þannig að við sem erum í pólitík, það er oft tekist á innan hennar. Ég hef oft heyrt að ég sé handbendi Samherja eða annarra hagsmunaaðila. Sé þetta rétt sem stendur hér í Kjarnanum ætti öllum að vera ljóst að svo er ekki. Ég stend á mínum eigin fótum í pólitík og hef alltaf gert.“ Í kjölfar skilaboðanna um skoðun Þorsteins Más á framboði Njáls svaraði Arna því að enginn vildi sjá Njál í fyrsta sæti á listanum. Páll lofaði þá að ræða málið við áhrifamenn innan flokksins. Vildu fréttamann RÚV ekki sem næsta formann Blaðamannafélagsins Greint var frá því í gær að skæruliðadeild Samherja hafi gert tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl. Deildin vildi reyna að koma í veg fyrir kjör Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á Rúv, og því væri rétt að reyna að hafa áhrif á ritstjóra stærstu einkareknu miðlanna til að fá þá til að þrýsta á sitt fólk til að kjósa Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Hélt skæruliðadeildin því fram að hlyti Sigríður kjör myndi RÚV nota Blaðamannafélagið sér til góðs. Talaði skæruliðanefndin meðal annars um það að hafa samband við fréttamenn á sjálfstætt starfandi miðlum og „smala“ þeim í félagið til þess að kjósa Heimi. Sigríður Dögg var að endingu kjörin nýr formaður félagsins en hún fordæmdi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á kjörið í gær. Heimir Már sagði í yfirlýsingu í gær að ef þetta væri rétt væri það hinum sömu til ævarandi skammar og minnkunar.
Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. 21. maí 2021 12:38
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49