„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 21:02 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. vísir/EGill Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira