Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 24. maí 2021 08:01 Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem við getum rætt í stjórnmálum eru málefni barna. Ekki hvað síst þeirra barna sem þurfa að kljást við mikil vandamál eða erfiðar aðstæður. Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda. Sterkar vísbendingar eru um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. Mikið hefur verið um bráðainnlagnir á BUGL í vetur og er aukningin tæp 80% milli ára. Þá er sjálfsvígstíðni barna á Íslandi því miður há. Geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala sagði nýverið um háa sjálfsvígstíðni barna, að hún sé „ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu“. Þetta er ömurlegt einkunnargjöf um kerfið. Í skýrslu Landlæknis frá 2018 kom fram að rúmlega 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Þetta er óhugnanleg tala. Það svarar til þess að í 22 barna skólabekk hafi tveir nemendur reynt að fremja sjálfsvíg, Þrjú vandamál BUGL 1. Í fyrsta lagi glímir BUGL við fjárskort. Af hverju getum við sem 10. ríkasta land í heimi, með 1.000 milljarða kr. í fjárlög ríkisins ekki tryggt Barna- og unglingageðdeild nægt fé? Það er ekki eins og BUGL kosti mikið en kostnaður hjúkrunar allra barna á legudeild BUGL er um 400 milljónir kr. á ári, sem er svipað og Menntaskólinn á Laugarvatni kostar eða einn tíundi af því sem sendiráðin okkar kosta. 2. Í öðru lagi glímir BUGL við langan biðlista, þrátt fyrir að fyrir nokkrum árum settu stjórnvöld það markmið að engin bið ætti að vera eftir þjónustu göngudeildar BUGL eftir árið 2019. Núna, tveimur árum seinna, 2021, erum við með yfir 150 börn á biðlista á göngudeild BUGL og er meðalbiðtíminn á göngudeildina núna yfir 8 mánuðir samkvæmt nýjustu upplýsingum sem ég hef fengið og ekki hafa birst áður. Því til viðbótar eru um 340 börn á biðlistum hjá „Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins“ sem hefur það hlutverk að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. Þessi biðlistar hafa lengst á síðustu þremur árum og eru núna allt að 24 mánuðir. Þessi lykilstofnun kostar minna en einn tíunda af opinberri niðurgreiðslu nautgriparæktar. Eins og þetta sé ekki nóg þá eru um 600 börn núna á biðlista „Þroska- og hegðunarstöðvar“ sem á að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna taugaþroskaraskana og annarra erfiðleika í hegðun hjá börnum. Sú bið getur verið allt að 18 mánuðir sem er heil eilífð hjá barni í erfiðleikum. Þessi þjónusta kostar minna en Landmælingar Íslands. Af hverju er þetta svona og hver ber ábyrgðina? 3. Í þriðja lagi glímir BUGL við mönnunarvanda en starfsmannaveltan hjá BUGL meðal fagfólks er mjög há. BUGL hefur misst hæft starfsfólk í önnur störf þar sem þau eru betur borguð og þar á meðal innan hins opinbera. Börn á bið er böl Af hverju er þjónusta við veik börn ekki betur borguð? Ég get ekki ímyndað mér að þessi störf séu auðveld. Mannauðurinn á BUGL er það sem þjónustan byggir á. Hér er því verk að vinna. Um er að ræða börn sem samfélagið og ríkisvaldið þarf að sinna miklu betur og rétta út hjálparhönd, en gera það af alvöru. Börn á bið er böl og til skammar fyrir okkur öll. Við eigum að setja geðræna heilsu barna í fremsta forgang. Getum við ekki verið öll sammála um það? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar