Mickelson var lengi vel í forystu á mótinu en undir lok síðasta hring mótsins komst spenna í leikinn. Mickelson fékk þá skolla á meðan Brooks Koepka nældi sér í fugl og aðeins munaði tveimur höggum á þeim fyrir lokaholu mótsins.
Mickelson þá á sex höggum undir pari en Koepka á fjórum. Sá síðarnefndi kláraði holuna á undan og lék á pari. Því var ljóst að ef Mickelson gæti leikið það eftir væri hann sigurvegari mótsins.
HISTORY MADE.
— The Players' Tribune (@PlayersTribune) May 23, 2021
With his win at the PGA Championship, Phil Mickelson has become the oldest player to win a major. pic.twitter.com/6k1VOvl5cs
Það tókst og Mickelson fagnaði sætum sigri. Hann var að vinna sinn 45. sigur á PGA-mótaröðinni og varð eins og áður sagði elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á risamóti.
„Lefty“ eins og hann er oft kallaður – vegna þess að hann er örvhentur - hefur nú hrósað sigri á sex risamótum á ferlinum. Þrívegis hefur hann unnið Masters-mótið, einu sinni Opna risamótið og PGA-meistaramótið nú tvívegis.
Victory shots.... pic.twitter.com/iM4RqUpWNN
— Adam Schefter (@AdamSchefter) May 24, 2021

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.