Milwaukee Bucks fyrsta liðið til að komast í 2-0 en Denver jafnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í sigri Milwaukee Bucks í nótt. AP/Jeffrey Phelps Milwaukee Bucks og Denver Nuggets fögnuðu sigri í leikjum sínum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 132-98 sigur á Miami Heat og komst þar með í 2-0 í einvígi liðanna í Austurdeildinni. 31 PTS, 13 REB for @Giannis_An34 to put the @Bucks up 2-0! #NBAPlayoffsGame 3 - Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/HagN3jvOR2— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bucks vann fyrsta leikinn í framlengingu en tók öll völd í byrjun leiks í nótt og vann fyrsta leikhlutann 46-20 þar sem liðið skoraði tíu þrista. Eftir það var þessi leikur ekki spennandi. Jrue Holiday var einni stoðsendingu frá því að jafna félagsmet Bucks en hann gaf 15 slíkar auk þess að skora 11 stig og taka 7 fráköst. 15 DIMES for @Jrue_Holiday11 #NBAPlayoffs career-highBucks seek 3-0 lead Thursday on TNT pic.twitter.com/62oQXyps7V— NBA (@NBA) May 25, 2021 Bryn Forbes var óvænt hetja Milwaukee liðsins en hann setti niður sex þrista og skoraði alls 22 stig. Forbes er á fyrsta ári með Milwaukee en lék áður með San Antonio Spurs. Dewayne Dedmon var stigahæstur hjá Miami með 19 stig en Bam Adebayo var atkvæðamestur byrjunarliðsmanna liðsins með 16 stig. Jimmy Butler skoraði bara 10 stig. Miami sló óvænt út Milwaukee Bucks í úrslitakeppninni í fyrra en leikmenn Bucks ætla greinilega ekki að láta það endurtaka sig. 25 points, 10-12 SHOOTING for Joker.32 points, 8 THREES for Dame.Ready for the 2nd half on TNT? pic.twitter.com/gvEOwrkLgL— NBA (@NBA) May 25, 2021 Denver Nuggets jafnaði einvígið á móti Portland Trail Blazers með 128-109 sigri. Portland vann fyrsta leikinn á heimavelli Denver en næstu tveir leikir verða síðan á heimavelli Portland. Það dugði ekki gestunum að aðalstjarna liðsins, Damian Lillard, skoraði níu þriggja stiga körfur og var með 42 stig og 10 stoðsendingar. Lillard var kominn með 32 stig í hálfleik en hann hitti úr 9 af 16 þriggja stiga skotum sínum. CJ McCollum var með 21 stig. Nikola Jokic var frábær hjá Denver með 38 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar á 31 mínútu. Jokic hitti úr 15 af 20 skotum sínum í leiknum og öllum sex vítunum. Michael Porter Jr. skoraði 18 stig fyrir Denver. Nikola Jokic's 38 PTS on 15-20 shooting pull the @nuggets even with Portland! Game 3 is Thursday at 10:30pm/et on NBA TV.Michael Porter Jr.: 18 PTSPaul Millsap: 15 PTSMonte Morris: 12 PTS, 7 ASTDamian Lillard: 42 PTS, 10 AST, 9 3PM pic.twitter.com/YReCXifPYF— NBA (@NBA) May 25, 2021
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira