Flestir hafa kosið að vera grímulausir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2021 12:12 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir afnám grímuskyldunnar létti fyrir starfsfólk. Vísir/Egill Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44