Katrín: Svona gera menn einfaldlega ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 13:33 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir framgöngu svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja óboðlega og óeðlilega. Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“ Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Sjá meira
Í liðinni viku hefur Kjarninn fjallað um samskipti svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja sem hefur meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, formannskosningu í Blaðamannafélaginu samkvæmt gögnum sem fjölmiðillinn hefur undir höndum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vísaði til fréttaflutningsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði Katrínu hvort hún teldi lýðræðinu stafa ógn af vinnubrögðum af þessu tagi. Katrín sagði framgönguna óboðlega, óeðlilega og ekki eiga að líðast í lýðræðissamfélagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í forystu fyrir jafn stórt fyrirtæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagnvart samfélagi sínu. Og þetta er ekki að bera ábyrgð gagnvart samfélaginu. Svona gera menn einfaldlega ekki,“ sagði Katrín. „Ég held að þegar við lesum um atburðarás eins og þá sem við höfum verið að lesa um, hvað varðar tilraunir til að hafa áhrif á kjör í Blaðamannafélagi Íslands, þá held ég að það sé full ástæða til þess að skoða stöðu þeirrar stéttar í fjölmiðlalögum,“ sagði Katrín og bætti við að heildarendurskoðun á fjölmiðlalögum, meðal annars varðandi réttarstöðu blaðamanna, væri tímabær. Hún sagði þó mörg skref hafa verið stigin og vísaði til laga um vernd uppljóstrara, laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum og ný upplýsingalög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gekk jafnframt á Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra í fyrirspurnartímanum vegna sama máls. Hún spurði hvort hann hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ fyrirtækisins og hvort hann teldi Samherja standa við þær skuldbindingar sem fyrirtækið hafi gagnvart samfélaginu. Þekkir gott fólk hjá Samherja „Ég hef áhyggjur af því, ef það er eitthvað óeðlilegt í gangi, með hvaða hætti fyrirtæki blandar sér í stjórnmálabaráttu einstakra stjórnmálaflokka, verkalýðsfélaga og svo framvegis. Einstaklingum er þetta að sjálfsögðu fullkomlega heimilt, hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyrirtæki taka með einbeittum hætti ákvörðun um að beita sér með slíkum hætti er það allra mati, og flestra mati, eitthvað sem er ekki ásættanlegt,“ sagði Kristján og bætti við að það væri áhyggjuefni ef það sé farið „að verða lenska“ að fyrirtæki sem telji að sér sótt beiti sér með þessum hætti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/Vilhelm Þá sagðist Kristján þekkja margt starfsfólk Samherja og hafi ekkert nema gott um það að segja. „Og hef átt við það alla tíð bara hin bestu samskipti.“ Þórhildur Sunna svaraði Kristjáni og sagðist ekki hafa verið að spyrja um „neina lensku“, heldur tilgreint dæmi um óeðlileg afskipti gagnvart blaðamönnum, stéttarfélagi, prófkjöri og samfélagssáttmálanum. „Hvað eigum við að segja? Hvað eigum við að segja með sjávarútvegsráðherra sem hefur ekkert um þetta risavaxna mál að segja sökum æpandi vanhæfis?“ sagði Þórhildur Sunna. Kristján Þór hafnaði ásökunum Þórhildar Sunnu um vanhæfi í málinu. „Ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem kom upp, hvort heldur það varðar Samherja eða einhver önnur fyrirtæki.“
Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Sjá meira