„Ekki viss um að sumir vinnuveitendur mínir hafi vitað hvað ég heiti fullu nafni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2021 10:01 Steinþór Már Auðunsson fagnar í leiknum gegn Stjörnunni sem KA vann, 0-1. vísir/hulda margrét Óvæntasta stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar er líklegast stóri maðurinn í marki KA sem er samt kallaður Stubbur. Eftir að hafa leikið neðri deildunum allan sinn feril hefur Steinþór Már Auðunsson gripið sitt fyrsta tækifæri í efstu deild með báðum höndum. Steinþór hélt hreinu í þriðja sinn á tímabilinu þegar KA vann 0-1 útisigur á Stjörnunni í fyrradag. KA-menn hafa byrjað mótið af krafti og fengið þrettán stig þrátt fyrir að vera ekki enn búnir að spila á heimavelli sínum. „Þetta var sætt,“ sagði Steinþór sæll og glaður í samtali við Vísi í gær. Leikurinn á Samsung-vellinum var jafn og eins og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði í leikslok hefði jafntefli líklega verið sanngjörnustu úrslitin. En að því er ekki spurt. „Mér fannst við ekki halda boltanum nógu vel og leysa fyrstu pressuna hjá Stjörnunni,“ sagði Steinþór. Hilmar Árni Halldórsson fékk besta færi Stjörnumanna á 79. mínútu en Steinþór varði vel. „Maður varði með fótunum eins og handboltamarkvörður,“ sagði Steinþór. Tveimur mínútum eftir vörsluna skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eina mark leiksins. Fyrir tímabilið hafði Steinþór, sem er 31 árs, aldrei spilað í efstu deild. Og það stóð svo sem ekkert til. En Kristijan Jajalo, sem átti gott tímabil í fyrra, handarbrotnaði á æfingu skömmu fyrir mót og því fékk Steinþór tækifæri sem hann hefur nýtt einstaklega vel. Steinþór í leiknum gegn KR á Meistaravöllum sem KA vann, 1-3.vísir/hulda margrét „Maður getur ekki kvartað mikið yfir því að vera bara búinn að fá á sig þrjú mörk í sex leikjum og halda þrisvar sinnum hreinu. Það er eiginlega framar vonum. En þegar maður er með góða leikmenn með sér í liði er þetta yfirleitt auðveldara,“ sagði Steinþór og hrósaði miðvörðum KA, Brynjari Inga Bjarnasyni og Dusan Brkovic. Mjög stressaður í fyrsta leiknum Steinþór segir að taugarnar hafi verið þandar í leiknum gegn HK í 1. umferðinni. „Fyrstu 15-20 mínúturnar gegn HK, ég ætla ekkert að ljúga, ég var stressaður þá. En stressið minnkaði svo eftir því sem á leikinn leið,“ sagði Steinþór sem var öruggur og varði frá Stefani Alexander Ljubicic úr besta færi leiksins. „Það hjálpaði við að rífa sjálfstraustið upp sérstaklega þegar maður var mjög stressaður í byrjun leiks.“ Á eftir að loka hringnum Steinþór bjó í Danmörku á yngri árum en byrjaði að æfa með KA þegar hann kom til Íslands tíu ára gamall. Hann æfði með KA upp alla yngri flokkana en fór síðan á flakk um Norðurlandið. Auk KA hefur hann leikið með Völsungi, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Steinþór hristi af sér stressið í leiknum gegn HK.vísir/hulda margrét „Ég á eftir að loka hringnum og spila með Tindastóli, KF og kannski Samherjum inni í Eyjafjarðasveit,“ sagði Steinþór léttur. Sem áður sagði hefur hann farið víða og ekki alltaf stoppað lengi við á sama staðnum. Hann hefur oftar en ekki elt vini sína og farið í þau lið sem þeir spila með. „Maður hefur ekki alltaf verið sáttur með þjálfarana og þá skiptir maður um lið. Svo hefur maður elt móralinn og sína vini,“ sagði Steinþór. Val milli KA og Magna Hann lék með Magna á Grenivík í þrjú ár en liðið féll á grátlegan hátt úr Lengjudeildinni í fyrra, á einu marki. Steinþór segir að það hafi vel komið til greina að taka slaginn með Magnamönnum í 2. deildinni. „Þetta voru margar svefnlausar nætur þegar ég var að velja á milli Magna og KA. En flestir mínir vinir í Magna voru hættir eða farnir eitthvað annað. Ég þekki flestalla KA-mennina og Húsvíkingana í KA og ég elti móralinn oft,“ sagði Steinþór. Boltinn í öruggum höndum Steinþórs.vísir/hulda margrét Tímabilið 2014 skoraði Steinþór fimm mörk fyrir Dalvík/Reyni í 2. deild og bikarkeppninni, öll úr vítaspyrnum. Þrátt fyrir að síðustu tvær vítaspyrnur KA hafi farið í súginn hefur hann ekki boðið sig fram í verkið. Myndi alveg rölta yfir völlinn og reyna að skora „Ég hef ekki gert það. Við höfum allir fulla trú á því að Hallgrímur [Mar Steingrímsson] skori úr næsta víti sem við fáum. Hann heldur áfram að taka þau þar til [Jonathan] Hendrickx kemur aftur úr meiðslum,“ sagði Steinþór. Hann myndi þó ekki segja nei ef hann yrði beðinn um að fara á vítapunktinn. „Ég held ég myndi alveg rölta yfir völlinn og reyna að skora,“ sagði markvörðurinn. Þrátt fyrir að heita Steinþór er hann aldrei kallaður neitt annað en Stubbur en það nafn festist við hann þegar hann var unglingur. Ég man ekki hvort ég var í þriðja eða fjórða flokki að spila með öðrum flokki. Móralinn var góður og allir fengu eitt kaldhæðnislegt gælunafn. Og þar sem ég var langyngstur og langstærstur fannst þeim fyndið að kalla mig Stubb og því miður festist það all hressilega við mig. Ég er ekki viss um að sumir vinnuveitendur mínir viti hafi vitað hvað ég heiti fullu nafni því ég er kallaður Stubbur alls staðar nema heima hjá mér. Steinþór segist að mestu vera búinn að taka gælunafnið í sátt. „Mér fannst þetta fyndnara fyrir nokkrum árum en það er svolítið erfitt þegar maður er að verða svona gamall og kallaður Stubbur. En þetta er bara fyndið,“ sagði Steinþór. Eftir þrjú ár hjá Magna gekk Steinþór í raðir KA í vetur.vísir/hulda margrét Hann segist þakklátur fyrir tækifærið í efstu deild sem kom seinna en hjá flestum. „Að sjálfsögðu kann maður að meta þetta. En eins og ég hef sagt er þetta bara fótbolti, hvort sem maður er að spila í fyrstu, annarri eða Pepsi Max-deildinni,“ sagði Steinþór. Nýtur sín í harkinu Meðfram fótboltanum starfar hann hjá Kjarnafæði ásamt samherjum sínum, Húsvíkingunum Hallgrími Mar og Ásgeiri Sigurgeirssyni. „Geiri er á skrifstofunni eins og forréttindapésinn sem hann er en við Hallgrímur erum í harkinu á bak við að taka til vörur í búðir,“ sagði Steinþór. „Þetta hentar mér mjög vel, að vera með heyrnartól á hausnum að hlusta á tónlist eða hlaðvörp og labba um. Það hentar mínum skrokk mjög vel. Ég gæti ekki setið inni á skrifstofu. Svo er móralinn í vinnunni jafn góður og í KA.“ Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Steinþór hélt hreinu í þriðja sinn á tímabilinu þegar KA vann 0-1 útisigur á Stjörnunni í fyrradag. KA-menn hafa byrjað mótið af krafti og fengið þrettán stig þrátt fyrir að vera ekki enn búnir að spila á heimavelli sínum. „Þetta var sætt,“ sagði Steinþór sæll og glaður í samtali við Vísi í gær. Leikurinn á Samsung-vellinum var jafn og eins og Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði í leikslok hefði jafntefli líklega verið sanngjörnustu úrslitin. En að því er ekki spurt. „Mér fannst við ekki halda boltanum nógu vel og leysa fyrstu pressuna hjá Stjörnunni,“ sagði Steinþór. Hilmar Árni Halldórsson fékk besta færi Stjörnumanna á 79. mínútu en Steinþór varði vel. „Maður varði með fótunum eins og handboltamarkvörður,“ sagði Steinþór. Tveimur mínútum eftir vörsluna skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eina mark leiksins. Fyrir tímabilið hafði Steinþór, sem er 31 árs, aldrei spilað í efstu deild. Og það stóð svo sem ekkert til. En Kristijan Jajalo, sem átti gott tímabil í fyrra, handarbrotnaði á æfingu skömmu fyrir mót og því fékk Steinþór tækifæri sem hann hefur nýtt einstaklega vel. Steinþór í leiknum gegn KR á Meistaravöllum sem KA vann, 1-3.vísir/hulda margrét „Maður getur ekki kvartað mikið yfir því að vera bara búinn að fá á sig þrjú mörk í sex leikjum og halda þrisvar sinnum hreinu. Það er eiginlega framar vonum. En þegar maður er með góða leikmenn með sér í liði er þetta yfirleitt auðveldara,“ sagði Steinþór og hrósaði miðvörðum KA, Brynjari Inga Bjarnasyni og Dusan Brkovic. Mjög stressaður í fyrsta leiknum Steinþór segir að taugarnar hafi verið þandar í leiknum gegn HK í 1. umferðinni. „Fyrstu 15-20 mínúturnar gegn HK, ég ætla ekkert að ljúga, ég var stressaður þá. En stressið minnkaði svo eftir því sem á leikinn leið,“ sagði Steinþór sem var öruggur og varði frá Stefani Alexander Ljubicic úr besta færi leiksins. „Það hjálpaði við að rífa sjálfstraustið upp sérstaklega þegar maður var mjög stressaður í byrjun leiks.“ Á eftir að loka hringnum Steinþór bjó í Danmörku á yngri árum en byrjaði að æfa með KA þegar hann kom til Íslands tíu ára gamall. Hann æfði með KA upp alla yngri flokkana en fór síðan á flakk um Norðurlandið. Auk KA hefur hann leikið með Völsungi, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Steinþór hristi af sér stressið í leiknum gegn HK.vísir/hulda margrét „Ég á eftir að loka hringnum og spila með Tindastóli, KF og kannski Samherjum inni í Eyjafjarðasveit,“ sagði Steinþór léttur. Sem áður sagði hefur hann farið víða og ekki alltaf stoppað lengi við á sama staðnum. Hann hefur oftar en ekki elt vini sína og farið í þau lið sem þeir spila með. „Maður hefur ekki alltaf verið sáttur með þjálfarana og þá skiptir maður um lið. Svo hefur maður elt móralinn og sína vini,“ sagði Steinþór. Val milli KA og Magna Hann lék með Magna á Grenivík í þrjú ár en liðið féll á grátlegan hátt úr Lengjudeildinni í fyrra, á einu marki. Steinþór segir að það hafi vel komið til greina að taka slaginn með Magnamönnum í 2. deildinni. „Þetta voru margar svefnlausar nætur þegar ég var að velja á milli Magna og KA. En flestir mínir vinir í Magna voru hættir eða farnir eitthvað annað. Ég þekki flestalla KA-mennina og Húsvíkingana í KA og ég elti móralinn oft,“ sagði Steinþór. Boltinn í öruggum höndum Steinþórs.vísir/hulda margrét Tímabilið 2014 skoraði Steinþór fimm mörk fyrir Dalvík/Reyni í 2. deild og bikarkeppninni, öll úr vítaspyrnum. Þrátt fyrir að síðustu tvær vítaspyrnur KA hafi farið í súginn hefur hann ekki boðið sig fram í verkið. Myndi alveg rölta yfir völlinn og reyna að skora „Ég hef ekki gert það. Við höfum allir fulla trú á því að Hallgrímur [Mar Steingrímsson] skori úr næsta víti sem við fáum. Hann heldur áfram að taka þau þar til [Jonathan] Hendrickx kemur aftur úr meiðslum,“ sagði Steinþór. Hann myndi þó ekki segja nei ef hann yrði beðinn um að fara á vítapunktinn. „Ég held ég myndi alveg rölta yfir völlinn og reyna að skora,“ sagði markvörðurinn. Þrátt fyrir að heita Steinþór er hann aldrei kallaður neitt annað en Stubbur en það nafn festist við hann þegar hann var unglingur. Ég man ekki hvort ég var í þriðja eða fjórða flokki að spila með öðrum flokki. Móralinn var góður og allir fengu eitt kaldhæðnislegt gælunafn. Og þar sem ég var langyngstur og langstærstur fannst þeim fyndið að kalla mig Stubb og því miður festist það all hressilega við mig. Ég er ekki viss um að sumir vinnuveitendur mínir viti hafi vitað hvað ég heiti fullu nafni því ég er kallaður Stubbur alls staðar nema heima hjá mér. Steinþór segist að mestu vera búinn að taka gælunafnið í sátt. „Mér fannst þetta fyndnara fyrir nokkrum árum en það er svolítið erfitt þegar maður er að verða svona gamall og kallaður Stubbur. En þetta er bara fyndið,“ sagði Steinþór. Eftir þrjú ár hjá Magna gekk Steinþór í raðir KA í vetur.vísir/hulda margrét Hann segist þakklátur fyrir tækifærið í efstu deild sem kom seinna en hjá flestum. „Að sjálfsögðu kann maður að meta þetta. En eins og ég hef sagt er þetta bara fótbolti, hvort sem maður er að spila í fyrstu, annarri eða Pepsi Max-deildinni,“ sagði Steinþór. Nýtur sín í harkinu Meðfram fótboltanum starfar hann hjá Kjarnafæði ásamt samherjum sínum, Húsvíkingunum Hallgrími Mar og Ásgeiri Sigurgeirssyni. „Geiri er á skrifstofunni eins og forréttindapésinn sem hann er en við Hallgrímur erum í harkinu á bak við að taka til vörur í búðir,“ sagði Steinþór. „Þetta hentar mér mjög vel, að vera með heyrnartól á hausnum að hlusta á tónlist eða hlaðvörp og labba um. Það hentar mínum skrokk mjög vel. Ég gæti ekki setið inni á skrifstofu. Svo er móralinn í vinnunni jafn góður og í KA.“
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti