Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. maí 2021 14:51 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/Vilhelm Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag. Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þrjátíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en ellefu á móti og tólf greiddu ekki atkvæði. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að útdeila alls 400 milljónum króna í styrki til einkarekinna fjölmiðla sem geta sótt um 25 prósenta endurgreiðslu á stuðningshæfum kostnaði; eða launum og verktakagreiðslum sem falla til við að afla og miðla fréttum. Frumvarpið hefur verið umdeilt og tekið umtalsverðum breytingum í meðferð þingsins. Ólíkt því sem lagt var upp með er styrkjakerfið nú tímabundið og gildir einungis út næsta ár. Til stendur að skoða umsvif Ríkisútvarpsins og erlendra efnisveitna á auglýsingamarkaði á þeim tíma sem styrkjakerfið gildir. Greiðsluþak styrkja til einstakra fjölmiðla nemur 100 milljónum króna. Fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi í dag.vísir/Sigurjón Lilja sagði atkvæðagreiðsluna sögulega. „Því að hér er verið að stíga langþráð skref. Markmið laganna er að efla einkarekna fjölmiðla, auka fjölmiðlafrelsi og styrkja stöðu fjölmiðla til að sinna sínu lýðræðislega hlutverki,“ sagði hún og vísaði til þess að tilurð frumvarpsins mætti rekja til starfshóps sem var skipaður árið 2016. „Það er fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð jafnvel þó að hann kunni að vera sá fyrsti af mörgum til að efla íslenska fjölmiðla,“ sagði Lilja. Ekki voru allir sammála um ágæti frumvarpsins og sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er hann greiddi atkvæði að málið væri ömurlegt og arfavitlaust. Ömurlegt og arfavitlaust voru orðin sem Guðmundur Ingi notaði til að lýsa frumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða þetta einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Fjölmiðlar fá allt upp undir 100 milljónir, í eigu auðmanna. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst, þar sem fólk spyr mig hvernig þau eigi að eiga mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál og ég segi nei.“ Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fulla ástæðu til þess að styrkja fjölmiðla og rekstrarumhverfi þeirra. Hann vísaði þó í álit sitt og minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar þar sem lagt var til að styrkjaþakið yrði lækkað. „Við hefðum kosið að þingið hefði samþykkt breytingartillögu okkar sem miðaði að því að hafa styrkina lægri þannig að þeir mundu nýtast fleirum og myndu nýtast betur minni fjölmiðlum en meirihluti þingsins leit ekki svo á og því fór sem fór. En engu að síður þá tel ég að þetta sé framfaramál og við munum styðja þetta mál,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira