Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2021 18:20 Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja. Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna. Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Páll er hluti af svonefndri „skæruliðadeild Samherja“ sem hefur beitt sér gegn fjölmiðlafólki og gangrýnendum útgerðarfélagsins sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Kjarninn og Stundin hafa að undanförnu birt samskipti skæruliðadeildarinnar, sem virðist meðal annars hafa lagt á ráðin um að hafa áhrif á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum og kjör formanns Blaðamannafélags Íslands, til þess að verja hagsmuni Samherja. Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, og Þorbjörn Þórðarson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi almannatengill Samherja, hafa verið fyrirferðarmikil í umræddri umfjöllun. Bæði virðast þau til að mynda hafa samið pistla þar sem Samherja var komið til varnar, í nafni Páls. Samherji hefur neitað að tjá sig um samskiptin á þeim forsendum að þeim hafi verið stolið úr síma Páls. Garðar G. Gíslason, lögmaður Samherja, segir nú að síma Páls hafi verið stolið þegar hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mbl.is sagði fyrst frá í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Garðar að stuldur á símanum hafi verið kærður til lögreglunnar á Akureyri. Hann getur ekki sagt til um hvort að símanum hafi verið stolið á sjúkrahúsinu en eftir því sem hann veit best hafi síminn ekki komið í leitirnar aftur. Garðar fullyrðir að Páll hafi verið lífshættulega veikur og að sími hans hafi verið tekinn ófrjálsri hendi þegar hann lá á sjúkrahúsi. Veikindi Páls hafi verið svo alvarleg að hann hafi um tíma verið í öndunarvél. „Maðurinn var mjög alvarlega veikur þegar þetta gerist og það er verið að skoða það líka hvers eðlis þau veikindi voru,“ segir Garðar en ótímabært sé að álykta um hvort að tengsl séu á milli þjófnaðarins og veikindanna.
Samherjaskjölin Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49