Donnarumma líklega á förum þar sem Milan hefur sótt markvörð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 19:16 Donnarumma, með fyrirliðabandið, í leik gegn Manchester United fyrr á árinu. Nú virðist sem hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir AC Milan. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur samið við franska markvörðinn Mike Maignan. Þykir það benda til þess að Gianluigi Donnarumma, landsliðsmarkvörður Ítalíu, sé á förum frá félaginu. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag en hann þykir einkar áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. Hinn 25 ára gamli Maignan hefur leikið með Lille síðan 2015 og varð franskur meistari með liðinu á dögunum. Mike Maignan has completed his medicals as new AC Milan player today - Donnarumma situation is set to be resolved soon. #ACMilanMaignan is gonna sign until June 2026 - salary 2.8m per season, #THFC were not in talks to sign him as they ve different GK targets. — Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og því hefur félagið ákveðið að selja hann ódýrt miðað við hvað markverðir kosta í dag. Talið er að AC Milan borgi ekki nema 15 milljónir evra fyrir markvörðinn knáa. Maignan hefur leikið með öllum yngri landsliðum Frakklands og á að baki einn A-landsleik. Maignan í leik gegn París Saint-Germain.EPA-EFE/YOAN VALAT AC Milan endaði í 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 79 stig. Stigi á undan Atalanta og Juventus en 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem urðu Ítalíumeistarar. Kaupin er talin þýða að Donnarumma hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en þessi 22 ára gamli markvörður verður samningslaus í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað yfir 200 leiki fyrir Milan ásamt því að leika 25 A-landsleiki fyrir Ítalíu. Óvíst er hvert Donnarumma fer en vitað er að Juventus hefur mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Þá er umboðsmaður hans, Mino Raiola, mikill aðdáandi Juventus. Eru orðrómar á kreiki að Milan hafi ekki verið tilbúið að samþykkja launakröfur hans en Donnarumma sagði fyrr á árinu að hann vildi vera áfram í herbúðum Mílanó-liðsins. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira