Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 13:27 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland. Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá þessu á Alþing í dag. Hann sagði stöðu mála grafalvarlega og vísaði til fregna af því að svokölluð skæruliðadeild Samherja hafi beitt sér gegn blaðamönnum og fjölmiðlum auk þess að hafa reynt að hafa áhrif á val formanns Blaðamannafélagsins og prófkjör Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er grafalvarleg staða. Í kosningum, sem munu meðal annars snúast um eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni, þá er stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gangverki lýðræðisins. Beiti hagnaðinum af þessum sömu auðlindum í herferðir gegn pólitískum andstæðingum, opinberri umræðu og frjálsum fréttaflutningi," sagði Andrés. Hann sagði fulltrúa lýðræðis- og mennréttindaskrifstofu ÖSE hafa í síðustu viku fundað með ýmsum aðilum hér á landi til þess að meta þörfina á kosningaeftirliti í haust. „Sjálfur sat ég tvo slíka fundi. Þar lýsti ég áhyggjum af stöðu fjölmiðla, sérstaklega í ljósi þess sem við þá vissum, hvernig Samherji hefur undanfarna mánuði beitt sér gegn Helga Seljan vegna frétta um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Slíkar aðgerðir geta hæglega haft kælandi áhrif á gagnrýna fjölmiðla, sem aftur hefur neikvæð áhrif á möguleika okkar til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar," sagði Andrés. Píratar segja stórhættulegt að fjársterkt útgerðarfyrirtæki beiti sér með þeim hætti sem greint hefur verið frá.vísir/Vilhelm „Á þeim dögum sem liðnir eru síðan fulltrúar ÖSE funduðu með okkur hefur staðan breyst gríðarlega. Stundin og Kjarninn hafa leitt í ljós að afskipti Samherja voru miklu mun skipulagðari og djúpstæðari." Þingflokkur Pírata hafi því sent formlegt erindi til ÖSE og kallað eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í haust. „Ég vænti þess að forseti og aðrir flokkar hér á þingi taki undir með okkur enda er það hagur allra, jafnt innan sem utan þessara veggja, að kosningarnar framundan litist ekki af andlýðræðislegum afskiptum eins og þeim sem við höfum nú fengið að kynnast," sagði Andrés. Kosningaeftirliti ÖSE er ætlað að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum stofnunarinnar, einkanlega í austurhluta ÖSE-svæðisins. ÖSE var boðið að hafa eftirlit með forsetakosningunum í fyrra til þess að leggja mat á verkferla í aðdraganda kosninga.vísir/Vilhelm Sinntu eftirliti í kosningunum 2017 ÖSE hefur áður haft eftirlit með kosningum hér á landi. Til dæmis forsetakosningunum í fyrrasumar og Alþingiskosningunum árið 2017. Þá sendi ÖSE teymi kosningasérfræðinga til Íslands. Áhersla var lögð á að kanna samræmi í verkferlum hjá kosningayfirvöldum og skoða fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í tengslum við kosningar. Meðal forgangstilmæla var að íhuga að stofna sjálfstætt kosningayfirvald sem færi með vald yfir öllu kosningaferlinu. Einnig að kerfisbinda verkferla um skráningu framboða. Endurskoða ætti verkferlið og tímarammann í tengslum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu svo kosning hefjist ekki áður en skráningu og staðfestingu framboðslista lýkur. Mælt var með því að sníða vankanta af hinum ólíku kosningaferlum og tryggja að sömu reglur gildi, þar á meðal varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Setja ætti reglur um kosningabaráttu þriðju aðila, þar með talið kröfu um að gerð verði grein fyrir útgjöldum þeirra í tengslum við kosningar. Þá mætti íhuga að lækka lágmarksupphæð einstakra framlaga sem birta þarf opinberlega til að auka enn frekar gegnsæi stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Hér má lesa skýrslur ÖSE varðandi Ísland.
Píratar Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent