Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 20:10 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Gerð tveggja varnargarða ofan Nátthaga til að verjast hraunrennsli er umdeild og núna eftir að hraunið er komið niður í Nátthaga standa menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort þar eigi einnig að freista þess að stýra hraunrennslinu með görðum. Tveimur varnargörðum var ýtt upp til að verjast hraunrennsli niður í Nátthaga.Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn höfðu áður óskað eftir því að gera tilraun í Meradölum með mismunandi tegundir varnargarða og upplýsti Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í Morgunblaðinu um síðustu helgi að ekki hefði fengist leyfi til slíks frá yfirvöldum. „Það voru umhverfisaðilar sem blésu það af,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali á Stöð 2. Nánar tiltekið umhverfisráðuneytið, samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans í Grindavík, Fannars Jónassonar, en bæjarráð Grindavíkur hafði hvatt til þess í byrjun mánaðarins að farið yrði í slíkar prófanir til að afla reynslu og þekkingar á uppbyggingu varnargarða. Guðrún segir það hafa ráðið úrslitum að garðarnir töldust vera rask á náttúrunni. „Rökin voru þau að það væri betra að láta reyna á þetta þegar það væri komið í þessa áttina og væri farið að ógna Nátthaga. En þegar það kom að því að bjarga Nátthaga þá bara koma sömu vöflurnar aftur.“ Frá Ísólfsskála við Suðurstrandarveg. Jörðin er núna í hættu að fara undir hraun.Arnar Halldórsson Hún óttast núna að sömu sjónarmið um náttúrurask verði til þess að ekki verði reynt að verja Ísólfsskála með varnargörðum. „En málið er að hraunið er fljótt að dylja það rask. Þannig að ég held að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Kannski ættum við líka, fólkið líka, að hafa tilverurétt. Ekki bara náttúran. Hún er nógu öflug. En það er allt í lagi að við fáum bara að búa saman með náttúrunni. En ekki bara í ægivaldi,“ segir formaður Landeigendafélags Ísólfsskála. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Umhverfismál Tengdar fréttir Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. 25. maí 2021 22:44
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18