Örugg á hjólinu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. maí 2021 08:02 Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Hjólreiðar Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Hjólreiðafólki hefur fjölgað ört síðastliðin ár og njóta hjólreiðar sívaxandi vinsælda bæði sem íþrótt og samgöngumáti. Síminn Cyclothon verður haldið dagana 22. til 25. júní 2021 en fjöldi málefna hafa fengið góðan stuðning frá Cyclothon í gegnum árin. Í ár verður safnað fyrir Landvernd og eru eflaust margir að stunda æfingar af miklum móð þessa dagana. En kapp er best með forsjá og huga þarf að ýmsum öryggisatriðum á ferðinni. Öryggisbúnaður Nauðsynlegt er að huga vel að öryggi hjólreiðamanna og áður en lagt er af stað skiptir máli að reiðskjótinn sé vel búinn og í lagi. Endurskin á að vera framan og aftan á hjóli, á fótstigum og teinum og einnig þarf að vera bjalla á hjólinu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við ef þörf krefur. Ljós skulu vera að aftan og framan og þegar skyggja tekur er skylda að vera með ljós. Bremsur þurfa að vera í lagi og kanna þarf ástand þeirra reglulega. Auk þessa þarf hjólandi vegfarandi að vera vel sýnilegur og því er mælt með endurskinsvesti eða fötum í áberandi litum. Síðast en ekki síst er hjálmurinn mikilvægur öryggisbúnaður. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir, ungir sem aldnir noti hjálm. Hann þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Hann þarf einnig að vera CE merktur og framleiðsludagur á að koma fram á límmiða innan í hjálminum. Endingartími hjálms miðast yfirleitt við fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi. Tryggingar reiðhjóla og reiðhjólakappa Mikilvægt er að vera vel tryggður í frístundum og þá bæði fyrir slysum og tjóni á búnaði. Ef fólk er með tryggingu á borð við Fjölskylduvernd sem innifelur slysatryggingu í frítíma er það almennt vel tryggt en þegar komið er út í keppnisíþróttir þarf að kanna málið betur. Ef þú átt dýrt hjól eða keppir í hjólreiðum þarf að skoða vel hvers konar tryggingu þú ert með og líklega er þá þörf á sérstakri reiðhjólatryggingu. Þeir sem keppa í hjólreiðum gætu einnig þurft að slysatryggja sig sérstaklega en undanfarin ár hafa tryggingafélög komið sífellt betur til móts við hjólreiðafólk þegar kemur að skilmálum. Fjölbreytt umferð Við búum við breyttan veruleika þegar kemur að umferð þar sem sífellt fleiri farartæki eru á ferðinni og tillitssemi í umferðinni hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari. Auk reiðhjóla hafa rafhlaupahjól, rafmagnshjól og vespur rutt sér til rúms og umferð um náttúrustíga er einnig fjölbreyttari. Nýlega var þörf umræða um aukinn ágang á reiðvegum í höfuðborginni þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi nýta sér í auknum mæli sérmerkta reiðstíga, sér í lagi á tímum takmarkana og farsóttar. Þá bar því miður á því að ekki væri sýnd nægjanleg tillitssemi en gæta þarf sérstaklega að umgengni í kringum hesta sem bregðast eðli málsins samkvæmt við áreiti. Hestinum getur brugðið en farartækjunum er alfarið stjórnað af þeim sem á þeim sitja. Ef allir vanda sig og taka tillit til sérmerktra stíga eru meiri líkur á að við getum öll notið útivistarinnar með góðu samkomulagi. Aðgát skal höfð Almennt ættu allir vegfarendur að miða við að í gildi sé hægri umferð. Þá er tekið fram úr vinstra megin. Ef merki aðgreina umferð gangandi og hjólandi skal virða þau en ef þau eru ekki fyrir hendi gildir hægri umferð. Mikilvægt er að hjólreiðamenn hægi á sér og gefi merki með bjöllu tímanlega áður en komið er að gangandi vegfaranda, blindhorni eða beygju. Gangandi vegfarendur eiga yfirleitt ekki von á skyndilegum framúrakstri. Eins þarf að gæta varúðar þegar farið er yfir umferðargötur og akbraut og stígar skerast. Ýmis ákvæði eru í umferðarlögum um hjólreiðar. Hjólreiðarmaður skal almennt halda sig lengst til hægri á akrein en óhætt er að hjóla á miðri akrein á vegi þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 km/klst. Bann við notkun snjalltækja gildir jafnt fyrir hjólreiðamenn sem ökumenn vélknúinna ökutækja. Ökumenn þurfa einnig að sýna tillitssemi og horfa vel fram fyrir sig. Í tengslum við umhverfið Hjólreiðar eru hópíþrótt og snúast mikið um að læra að vera í hóp. Þeir sem æfa hjólreiðar nefna til dæmis að götuhjólreiðar snúist mikið um að læra að lesa hópinn og skynja umhverfi sitt. Til að fá góða tilfinningu fyrir hvernig er að hjóla í umferð eða í hópi með öðru hjólreiðafólki þarf æfingu og þess vegna skiptir máli að fólk fari rólega af stað og viði að sér reynslu og þekkingu. Þetta er til dæmis hægt að gera hjá hjólreiðafélögum. Að lokum er vert að hnykkja á því að allur búnaður sé í lagi: góð dekk, bremsur og gírar virki og nýlegur hjálmur sem passar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun