Skynsamlegar ákvarðanir og jafnrétti Rafnar Lárusson skrifar 27. maí 2021 11:31 Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Landsvirkjun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun