Hugsuðu til langveikra barna þegar þeir klifu toppinn með Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:00 Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn. Þá voru þeir þegar komnir með einkenni Covid-19, sem kom svo síðar í ljós. Vísir Tveir Íslendingar sem klifu topp Everest með Covid-19 fengu aukakraft þegar þeir hugsuðu til langveikra barna og hvað þau þyrftu að þola. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju en ferðin er til styrktar félaginu. Hún segir þá hafa lent í ótrúlegum hrakningum en sigrast á hverri raun. Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir lentu í miklum hrakningum á leið á tindinn. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju-félags langveikra barna segir þetta mikið afrek. „Þegar þeir voru komnir upp í búðir 2 þurftu þeir að vera þar í fjóra daga vegna veðurs í stað tveggja, sem reynir töluvert á líkamann. Þar voru þeir farnir að finna fyrir Covid-19 einkennum en héldu þau væru vegna aðstæðna. Þegar þeir eru í 3 búðum var aftakaveður og þá byrja þeir að finna verulega fyrir einkennum. Þrátt fyrir miklar hrakningar komust þeir á toppinn,“ segir Árný. Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju segir ferð þeirra félaga á toppinn einstakt afrek. Vísir Hún segir að á niðurleið hafi þeir aftur farið að finna fyrir miklum Covid-19 einkennum og fengu það svo staðfest í grunnbúðum í gær. „Þeir komust svo við illan leik niður í grunnbúðir. Þeir sáu að það var ekki hægt að sækja þá með þyrlu vegna veðurs þannig að þeir urðu bara að koma sér sjálfir niður þrátt fyrir að vera talsvert veikir,“ segir hún. Árný segir þá félaga fá aðhlynningu í grunnbúðum og bíði þar eftir sjúkraflugi til Kathmandu á morgun eða hinn. „Þeir eru náttúrulega lasnir en þeir bera sig vel. Þeir halda svo áfram í einangrun í Kathmandu,“ segir hún. Aðspurð hvort hún viti hvort þeir séu mögulega fyrstu menn í heiminum til að klífa Everest með Covid-19 svarar Árný: „Ég myndi ætla það. Þeir segja að það sem hafi gefið þeim kraft á leið upp sé þessi málstaður en þeir eru náttúrulega að ganga þessa leið fyrir langveik börn. Það gaf þeim aukakraft að hugsa til þess hvað krakkar sem glíma við langvinn veikindi þurfa að þola.“ Söfnun þeirra félaga fyrir Umhyggju lýkur þann 11. júní
Ferðalög Everest Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37 Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33 Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Voru Covid-smitaðir á toppi Everest Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, íslensku fjallagarparnir sem náðu á topp Everest um síðustu helgi, greindust með Covid-19 í Nepal gær. Þeir byrjuðu að finna fyrir einkennum í efstu búðum Everest, áður en þeir komust á toppinn, og eru nú í einangrun í grunnbúðum Everest. 27. maí 2021 09:37
Komnir niður í aðrar búðir Everest Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið. 24. maí 2021 18:33
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23