Íslenski boltinn

ÍBV stal þremur stigum undir lokin í Kefla­vík

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍBV nældi í þrjú stig í Keflavík í kvöld.
ÍBV nældi í þrjú stig í Keflavík í kvöld. Vísir/Elín Björg

Eyjakonur lögðu Keflvíkinga 2-1 á útivelli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Bæði lið hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar það sem af er tímabili og höfðu fyrir leik kvöldsins aðeins unnið einn leik hvort. Því var mikið undir er flautað var til leiks í Keflavík í kvöld.

Það voru gestirnir sem áttu fyrsta höggið en Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir á 17. mínútu eftir fyrirgjöf frá Olgu Secova. Rúmum tuttugu mínútum síðar átti Tiffany Sornpao, markvörður Keflavíkur, langa sendingu fram. Aerial Chavarin náði boltanum og jafnaði metin.

Staðan því 1-1 er flautað var til hálfleiks. Það virtist stefna í að það yrðu lokatölur leiksins en á 89. mínútu skoraði Antoinette Jewel Williams óvænt eftir fast leikatriði og tryggði ÍBV þar með stigin þrjú.

Lokatölur 2-1 og ÍBV komið með sex stig og fer því upp í 5. sæti deildarinnar, um stundarsakir allavega.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×