Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2021 21:45 Þemað í búningnum er nýstorknað hraun. Vísir/Egill Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira