Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. maí 2021 21:45 Þemað í búningnum er nýstorknað hraun. Vísir/Egill Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnti í dögunum nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil en Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum. „Við þurftum ekki varabúning í fyrra en vildum fara djarfa leið í ár. Í miðju ferli þegar við vorum að velja búning þá byrjaði að gjósa hjá okkur eftir skjálftahrinu og þetta varð bara niðurstaðan. Við erum afskaplega stolt og ánægð með þennan nýja varabúning,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG. Þeman í búningnum er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. En af hverju er liturinn ekki appelsínugulur? „Það er vegna þess að það er það bleika sem við Grindvíkingar upplifum hérna í skýjaþokunni sem er hérna yfir bænum þegar það er að gjósa,“ segir Jón Júlíus. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri UMFG.Vísir/Egill Búningarnir séu fyrst og fremst hugsaðir fyrir meistaraflokka félagsins. Þeir hafi fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. „Við höfum meira að segja fengið frábær viðbrögð frá eldri félagsmönnum sem maður átti svona von á að myndu vera íhaldssamir í þessum efnum en þetta virðist hitta mark hjá öllum hérna í Grindavík og margir sem tala um að við ættum að spila í þessum búning sem aðalbúning í sumar en að sjálfsögðu er guli og blái liturinn okkar litur en við spilum í þessum búningi eins oft og við getum,“ segir Jón Júlíus. Önnu Maríu og Helenu Rós, ungum og upprennandi fótboltastjörnum, eru mjög hrifnar af búningunum. „Mér finnst hann mergjaður,“ segir Helena Rós. Þær dreymir um að fá að spila í búningunum í sumar. „Mér finnst hann bara svo svakalega flottur. Mér finnst svo flottur bleiki liturinn,“ segir Anna María.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Grindavík Tíska og hönnun Grindavík Krakkar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira