Forseti La Liga: Ofurdeildin er ekki dauð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 13:01 Stuðningsmenn Manchester United mótmæla hér eigendum félagsins en Glazer fjölskyldan er ekki vinsæl í þeirra hópi. Getty/Andy Barton Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar varaði menn í fótboltaheiminum við því að Ofurdeildarhugmyndin sé ekki dauð. Hann gagnrýndi um leið hin strönduðu félög Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir reyna enn að kenna okkur að fótboltinn þurfa að koma inn í nútímann. Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Tebas hefur talað gegn Ofurdeildinni síðan að hún var kynnt í apríl og hélt í vikunni ræðu í Madrid á fundi hjá samtaka deildanna í Evrópu. „Það sem pirrar mig mest persónulega er að þessi félög halda að við séum barnaleg og vitlaus. Það sem þau reyndu að gera var valdarán gegn evrópskum fótbolta,“ sagði Javier Tebas. LaLiga president Javier Tebas praises English football for stopping the European Super League https://t.co/Zfb0GUuSu0— MailOnline Sport (@MailSport) May 27, 2021 Knattspyrnusamband Evrópu hóf í vikunni mál gegn þeim þremur félögum sem neita að gefa sig í baráttunni fyrir Ofurdeildinni en það eru fyrrnefnd Real, Barca og Juventus. Þetta eru þrjú af tólf stofnmeðlimum Ofurdeildarinnar en hin níu hafa öll dregið sig út úr verkefninu. Umrædd þrjú félög hafa svarað hótun UEFA og gagnrýnt sambandið sem gæti endað á að reka þau úr Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð. „La Liga mun virða allar þær ákvarðanir sem UEFA mun taka hvort sem það hafi áhrif á spænsk félög eða ekki. Þetta snýst ekki um þjóðerni heldur um staðreyndir og háttsemi og þá skiptir engu máli hvort þau eru spænsk, ítölsk eða hvað sem er,“ sagði Tebas. „Í þessari yfirlýsingu sinni þá eru þessi þrjú strönduðu félög, þótt að skip þeirra séu að sökkva, enn að reyna að kenna okkur hvernig fótboltinn þurfi að komast til nútímans eða allt glatist. Florentino Perez [Forseti Real], Joan Laporta [Forseti Barcelona] og Andrea Agnelli [Framkvæmdastjóri Juventus] kenna okkur ekki neitt. Það er ekki satt að fótboltinn sé á leið til glötunar,“ sagði Tebas. Hann er líka fullviss um það að fótboltinn geti lifað án félaga eins og Real Madrid, Barcelona og Juventus. "The #UCL can survive without Real Madrid, Barcelona and Juventus"Tebas has spoken out about the Super League threehttps://t.co/eIvzYQ3NYP pic.twitter.com/yPloSZPYJq— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) May 28, 2021 Javier Tebas hefur talað mikið um það að Gianni Infantino, forseti FIFA, sé einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina og hafi spilað lykilhlutverk á bak við tjöldin. Það er því að hans mati von á einhverju svipuðu í framtíðinni. „Ofurdeildin er ekki dauð. Ef við áttum okkur á því að Ofurdeildin sé fyrirkomulag fimmtán félaga í lokaðri deild með fimm boðsliðum og sé ætlað að koma í stað Meistaradeildarinnar þá er það einstaka dæmi dautt. En Ofurdeildin er ekki snið heldur hugmyndafræði. Hættan skapast ekki frá þessum þremur félögum heldur líka frá forseta FIFA,“ sagði Tebas.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira