Krabbameinsfélagið hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 15:10 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Stöð 2 Krabbameinsfélag Íslands hyggst gefa Landspítala allt að 450 milljónir króna til byggingar nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga. Gjöfin er þó háð því að stjórnvöld setji uppbyggingu deildarinnar í forgang svo að hægt sé að taka nýja deild í notkun árið 2024. Þessi tillaga var samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í dag. Segir í tillögunni að göngudeildin sé staðsett í elsta hluta Landspítalans, í húsnæði sem henti illa fyrir starfsemina og deildin hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Þetta er dagdeild þar sem flestir sjúklingar fá sína lyfjameðferð í dag. Þessi deild er í dag alls ekki nógu góð, hún er allt of lítil og það vantar mikið upp á að hún sé nægilega góð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir markmið félagsins að geta lagt til þessa peninga ef hægt sé að finna ásættanlega lausn fyrir framtíðina og sé það Landspítalans að útfæra slíka lausn. „Landspítalinn á hugmynd að lausn sem er hægt að framkvæma nokkuð hratt og Krabbameinsfélagið er tilbúið til að styðja það verkefni til þess að tryggja almennilega aðstöðu fyrir þá sem þurfa að fá lyfjameðferð, fyrir aðstandendur þeirra líka og starfsfólkið sjálft,“ segir Halla. Kallar eftir svörum frá stjórnvöldum Halla segir að Krabbameinsfélagið hafi lengi haft miklar áhyggjur af aðstöðu göngudeildarinnar. Hún sé löngu orðin of lítil og rúmi ekki þá starfsemi lengur sem þar fer fram. „Það er alveg ljóst að ef að við ætlum að halda þeim góða árangri sem við höfum varðandi meðferð krabbameina og ná enn betri árangri, sem hlýtur að vera markmiðið, þá verður aðstaðan að vera fyrsta flokks. Hún verður að vera það gagnvart sjúklingunum og gagnvart starfsfólkinu,“ segir Halla. „Félagið hefur haft mjög miklar áhyggjur af þessari aðstöðu í mjög langan tíma. Hún er allt of lítil, það eru allt of mikil þrengsli, starfsfólkið getur ekki sinnt nægilega vel sinni teymisvinnu og svo framvegis. Til þess að það verði hámarksárangur af öllu sem er verið að gera verður þessi þáttur að vera í lagi.“ Hún segir Krabbameinsfélagið, sem hagsmunasamtök fólks með krabbamein, í góðri aðstöðu til að styrkja Landspítalans í þessu verkefni og nú sé ekki eftir neinu að bíða. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ segir Halla. „Þannig að það er mjög brýnt að bregðast við, leysa málið sem allra fyrst. Okkur skilst að það sé hægt með þessari hugmynd Landspítala og félagið er tilbúið til að leggja sitt af mörkum svo að svo megi verða. En það er háð þessum skilyrðum að stjórnvöld verða að sýna að þeim er full alvara með málið. Við vonum að þau leggist á árar með okkur og Landspítalanum um það.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00 Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þessi tillaga var samþykkt á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í dag. Segir í tillögunni að göngudeildin sé staðsett í elsta hluta Landspítalans, í húsnæði sem henti illa fyrir starfsemina og deildin hafi fyrir löngu sprengt utan af sér. „Þetta er dagdeild þar sem flestir sjúklingar fá sína lyfjameðferð í dag. Þessi deild er í dag alls ekki nógu góð, hún er allt of lítil og það vantar mikið upp á að hún sé nægilega góð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir markmið félagsins að geta lagt til þessa peninga ef hægt sé að finna ásættanlega lausn fyrir framtíðina og sé það Landspítalans að útfæra slíka lausn. „Landspítalinn á hugmynd að lausn sem er hægt að framkvæma nokkuð hratt og Krabbameinsfélagið er tilbúið til að styðja það verkefni til þess að tryggja almennilega aðstöðu fyrir þá sem þurfa að fá lyfjameðferð, fyrir aðstandendur þeirra líka og starfsfólkið sjálft,“ segir Halla. Kallar eftir svörum frá stjórnvöldum Halla segir að Krabbameinsfélagið hafi lengi haft miklar áhyggjur af aðstöðu göngudeildarinnar. Hún sé löngu orðin of lítil og rúmi ekki þá starfsemi lengur sem þar fer fram. „Það er alveg ljóst að ef að við ætlum að halda þeim góða árangri sem við höfum varðandi meðferð krabbameina og ná enn betri árangri, sem hlýtur að vera markmiðið, þá verður aðstaðan að vera fyrsta flokks. Hún verður að vera það gagnvart sjúklingunum og gagnvart starfsfólkinu,“ segir Halla. „Félagið hefur haft mjög miklar áhyggjur af þessari aðstöðu í mjög langan tíma. Hún er allt of lítil, það eru allt of mikil þrengsli, starfsfólkið getur ekki sinnt nægilega vel sinni teymisvinnu og svo framvegis. Til þess að það verði hámarksárangur af öllu sem er verið að gera verður þessi þáttur að vera í lagi.“ Hún segir Krabbameinsfélagið, sem hagsmunasamtök fólks með krabbamein, í góðri aðstöðu til að styrkja Landspítalans í þessu verkefni og nú sé ekki eftir neinu að bíða. „Nú þarf skýr svör frá stjórnvöldum. Vandinn er mjög brýnn og hann mun aukast gríðarlega á næstu árum því krabbameinstilvikum mun fjölga um 30 prósent á næstu 15 árum. Það er sífellt betri árangur og fólk lifir lengur en það þýðir líka að það þarf meðferð lengur en ella þannig að álag mun aukast mjög mikið mjög hratt,“ segir Halla. „Þannig að það er mjög brýnt að bregðast við, leysa málið sem allra fyrst. Okkur skilst að það sé hægt með þessari hugmynd Landspítala og félagið er tilbúið til að leggja sitt af mörkum svo að svo megi verða. En það er háð þessum skilyrðum að stjórnvöld verða að sýna að þeim er full alvara með málið. Við vonum að þau leggist á árar með okkur og Landspítalanum um það.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00 Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Hef ég efni á að fá ekki krabbamein?“ Konur með breytt BRCA-gen á landsbyggðinni sem sækja fyrirbyggjandi meðferð í Reykjavík telja að þeim sé mismunað vegna búsetu. Dæmi séu um að konur sjái eftir meðferð vegna sligandi ferðakostnaðar. 28. maí 2021 20:00
Ellefu skipta með sér 89 milljónum til rannsókna á krabbameini Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins veitti í dag 11 styrki að upphæð 89 milljóna króna. Voru þar sjö styrkir til nýrra rannsókna og fjórir framhaldsstyrkir til rannsókna sem hafa áður fengið styrk. 28. maí 2021 15:33