Getur ekki tekið á móti fleiri gömlum bílum á Ystafelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 20:04 Sverrir Ingólfur Ingólfsson eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli í Köldukinn skammt frá Húsavík hefur ekki undan að neita fólki um gamla bíla, sem það vill gefa safninu. Á safninu í dag eru um eitt hundrað bílar, meðal annars forsetabíllinn, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur. Það er virkilega gaman að skoða sig um á safninu, sem Sverrir Ingólfur Ingólfsson stýrir myndarlega. Mjög fjölbreytt úrval af bílum og alls konar samgöngutækjum eru á safninu, sem gleðja auðgað. „Þetta eru allt saman bílar, sem hafa verið notaðir á Íslandi, það er reyndar einn, sem hefur verið fluttur inn, sem antik, annars eru þetta bílar, sem segja íslenska samgöngusögu og náttúrulega meiri en bílar, það eru traktorar, skriðdreki, snjóbílar og ýmislegt fleira á safninu,“ segir Sverrir Ingólfur. Það er mjög gaman að heimsækja safnið á Ystafelli enda fjölbreytt úrval af farartækjum þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi forsetabíll, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur er meðal bíla á safninu. Sverrir Ingólfur segir að margir vilji gefa safninu gamla bílinn sinn. Forsetabílinn, sem frú Vigdís Finnbogadóttir notaði er meðal annars á safninu og vekur þar mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, ég hugsa að það sé ekkert langt frá því að það sé verið að bjóða okkur einn bíl á viku en við getum því miður ekki tekið við neinum núna því það er allt orðið troðfullt.“ Um fjögur þúsund manns heimsækja safnið árlega. En hvernig leggst sumarið í sumar í Sverri Ingólf? „Bara mjög vel þakka þér, þetta verður örugglega mjög gott sumar." Um fjögur þúsund gestir koma árlega á safnið á Ystafelli og reynir Sverrir Ingólfur að spjalla við þá alla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið verður opið í allt sumar fyrir gesti og gangandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Bílar Söfn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Það er virkilega gaman að skoða sig um á safninu, sem Sverrir Ingólfur Ingólfsson stýrir myndarlega. Mjög fjölbreytt úrval af bílum og alls konar samgöngutækjum eru á safninu, sem gleðja auðgað. „Þetta eru allt saman bílar, sem hafa verið notaðir á Íslandi, það er reyndar einn, sem hefur verið fluttur inn, sem antik, annars eru þetta bílar, sem segja íslenska samgöngusögu og náttúrulega meiri en bílar, það eru traktorar, skriðdreki, snjóbílar og ýmislegt fleira á safninu,“ segir Sverrir Ingólfur. Það er mjög gaman að heimsækja safnið á Ystafelli enda fjölbreytt úrval af farartækjum þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi forsetabíll, sem var notaður í forsetatíð frú Vigdísar Finnbogadóttur er meðal bíla á safninu. Sverrir Ingólfur segir að margir vilji gefa safninu gamla bílinn sinn. Forsetabílinn, sem frú Vigdís Finnbogadóttir notaði er meðal annars á safninu og vekur þar mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, ég hugsa að það sé ekkert langt frá því að það sé verið að bjóða okkur einn bíl á viku en við getum því miður ekki tekið við neinum núna því það er allt orðið troðfullt.“ Um fjögur þúsund manns heimsækja safnið árlega. En hvernig leggst sumarið í sumar í Sverri Ingólf? „Bara mjög vel þakka þér, þetta verður örugglega mjög gott sumar." Um fjögur þúsund gestir koma árlega á safnið á Ystafelli og reynir Sverrir Ingólfur að spjalla við þá alla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnið verður opið í allt sumar fyrir gesti og gangandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Bílar Söfn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira