Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráðherrans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 22:46 Áslaug hélt kosningakaffi í Borgartúni í dag. instagram/Hildur Sverrisdóttir Gestum í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á viðburðinn og flykktist að ráðherranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um umdeilt frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum. „Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira