Í fyrradag greindust þrír smitaðir af kórónuveirunni og þar af tveir utan sóttkvíar. Daginn þar áður greindust fimm innanlands og tveir utan sóttkvíar.
Á föstudag voru 41 í einangrun og 341 í sóttkví en óvíst er hver sú staða er í dag þar sem tölur á covid.is verða ekki uppfærðar fyrr en á mánudag.