Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda eins og lokatölurnar gefa til kynna. Alexandra hóf leikinn á bekknum en kom inn á 41. mínútu þegar Tanja Pawollek meiddist. Staðan var enn markalaus er flautað til loka fyrri hálfleiks og raunar var staðan enn markalaus þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna.
Ekkert var skorað í uppbótartíma og því þurfti að framlengja. Almuth Schult, markvörður Wolfsburg, fékk rautt spjald fyrir brot utan teigs á 97. mínútu og því voru Alexandra og stöllur hennar 11 gegn 10 það sem eftir lifði leiks.
Því miður tókst þeim ekki að nýta liðsmuninn og þegar ein mínúta var eftir af framlengingunni skoraði Ewa Pajor það sem reyndist sigurmark leiksins. Staðan 1-0 fyrir Wolfsburg og reyndust það lokatölur leiksins.
POKALHELDIN #SGEWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/TLQd2ZNKTa
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 30, 2021
Grátlegur endir á tímabilinu hjá Alexöndru og liðsfélögum hennar í Frankfurt.