„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“ Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Valskonur eru nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum og geta landað honum á heimavelli á miðvikudagskvöld. Miðað við frammistöðu Helenu á Ásvöllum í gærkvöld, í 71-65 sigri Vals, hefur hún engan áhuga á að taka lengri tíma en þarf í að landa titlinum. Hún skoraði meðal annars 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að klára þetta,“ sagði Helena sem byrjaði að spila aftur í janúar eftir að hafa eignast sína aðra dóttur aðeins rúmum mánuði áður. Helena er því ekki í sínu allra besta formi en var samt besti maður vallarins í gær: „Maður hatar alltaf undirbúningstímabil þangað til að maður fær það ekki. Þá finnur maður hvað maður þarf það mikið. Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu og allri byrjuninni á tímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því. Mér leið mjög vel [í gær] en auðvitað vill maður bara fara að koma sér í sumarfrí,“ sagði Helena létt í bragði. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Helena mætti í settið Helena varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Haukum árið 2018, skipti svo yfir í Val og tryggði liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu þess. Í fyrra voru Íslandsmeistarar ekki krýndir en Helena gæti landað titlinum þriðja skiptið í röð. Alltaf mikill Haukari inni í mér Helena viðurkennir að auðvitað beri hún taugar til mótherjanna í úrslitaeinvíginu: „Ég er alin upp hérna, pabbi formaður og við vorum saman hérna í mörg ár. Ég bý hérna við hliðina á, það tók mig tvær mínútur að keyra hingað, þannig að auðvitað er ég alltaf mikill Haukari inni í mér. En í dag er ég stoltur Valsari. Mér finnst mjög gaman í Val og þetta lið sem ég er í… það er svo gaman hjá okkur! Við erum allar tilbúnar að berjast fyrir hver aðra og það er bara stuð og stemning hjá okkur,“ sagði Helena áður en Pálína spurði hana út í hvernig væri að tilheyra svo sterku liði eins og Valur er, fullu af landsliðskonum: „Við skiptumst svolítið á. Það er kannski ein heit í dag og svo stigalaus í næsta leik. Það er gaman að vera með svona mikla breidd og aldrei hægt að vita hver stígur upp í hverjum leik. Við erum alltaf með hörkuæfingar, fimm á fimm, og það hjálpar okkur í leikjunum. Við spilum alltaf á háu tempói og erum með mörg vopn, svo það er rosalega erfitt að ætla að stoppa eitthvað eitt hjá okkur.“
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22