Hulda Hrund Arnarsdóttir kom Fylki yfir undir lok fyrri hálfleiks en Natasha Moraa Anasi jafnaði á tíundu mínútu síðari hálfleiks.
Shannon Simon kom svo Fylki aftur yfir fimm mínútum síðar og Þórdís Elva Ágústsdóttir gerði út um leikinn á 63. mínútu.
Þrjú mörk á átta mínútum. Þórdís Elva bætti við fjórða markinu í uppbótartíma og Fylkir komið í átta liða úrslitin.
Fylkir er komið áfram ásamt ÍBV, Breiðabliki og Þrótti en restin af leikjunum í sextán liða úrslitunum fara fram annað kvöld.

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.