Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 08:00 Russell Westbrook hitti skelfilega gegn Philadelphia 76ers en náði þrefaldri tvennu eins og venjulega. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Með sigri hefði Philadelphia tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvíginu er nú 3-1. Embiid lék aðeins í ellefu mínútur áður en hann fór af velli vegna hnémeiðsla. Tobias Harris var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 21 stig og þrettán fráköst. Ben Simmons skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst en fór illa að ráði sínu á vítalínunni undir lokin. Leikmenn Washington brutu þá viljandi á honum til að senda hann á vítalínuna og það herbragð gaf góða raun. Bradley Beal skoraði 21 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var einu sinni sem oftar með þrefalda tvennu; nítján stig, 21 frákast og fjórtán stoðsendingar. Westbrook hitti aðeins úr þremur af nítján skotum sínum utan af velli en skoraði þrettán stig úr vítum. Rui Hachimura átti góðan leik fyrir Washington; skoraði tuttugu stig og tók þrettán fráköst. Rui Hachimura (20 PTS, 13 REB) and Daniel Gafford (12 PTS, 4-4 FGM, 5 BLK) come up BIG for the @WashWizards to keep their season going! #NBAPlayoffsGame 5 Wed, 7pm/et, NBA TV pic.twitter.com/74CNgq6h5p— NBA (@NBA) June 1, 2021 Utah Jazz vantar aðeins einn sigur til að komast áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Memphis Grizzlies, 113-120. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Utah sem hefur unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í einvíginu. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah. Mitchell, Clarkson power @utahjazz to 3-1 lead! @spidadmitchell: 30 PTS @JordanClarksons: 24 PTSGAME 5 #NBAPlayoffs Wed, 9:30pm/et, NBA TV pic.twitter.com/9xkzdSsbpJ— NBA (@NBA) June 1, 2021 Hjá Memphis var Ja Morant með 23 stig og tólf stoðsendingar. Jaren Jackson og Dillon Brooks skoruðu 21 stig hvor. Úrslitin í nótt Washington 122-114 Philadelphia Memphis 113-120 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira