Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 07:42 „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann.“ Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira