NBA dagsins: Jazzarar ætla ekki að brenna sig á því sama og í búbblunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Mike Conley og Jordan Clarkson fagna í Memphis í nótt. getty/Justin Ford Utah Jazz ætlar ekki að endurtaka mistökin frá því í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í fyrra. Utah sigraði Memphis Grizzlies, 113-120, í nótt og komst þar með í 3-1 í einvígi liðanna. Utah var einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í fyrra en tapaði þremur síðustu leikjunum og féll úr leik. „Við munum að sjálfsögðu eftir tilfinningunni frá síðasta tímabili og viljum ekki upplifa hana aftur,“ sagði Mike Conley, leikstjórnandi Utah. „Vonandi höldum við einbeitingu og köstum þessu ekki frá okkur eins og í fyrra. Við þurfum að klára dæmið á heimavelli og held að við séum staðráðnir í því,“ bætti Conley við. Í fyrra fór úrslitakeppnin öll fram í svokallaðri búbblu í Orlando án áhorfanda. Núna verður Utah hins vegar með heimavallarrétt í öllum einvígum þar sem liðið var með bestan árangur í NBA í vetur. Donovan Mitchell virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum og skoraði þrjátíu stig fyrir Utah í nótt. Jordan Clarkson, besti sjötti leikmaður tímabilsins, skoraði 24 stig og Rudy Gobert var með sautján stig og átta fráköst. Ja Morant fór fyrir Memphis með 23 stigum og tólf stoðsendingum. Dillon Brooks og Jaren Jackson skoruðu 21 stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Memphis og Utah sem og leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 1. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
Utah sigraði Memphis Grizzlies, 113-120, í nótt og komst þar með í 3-1 í einvígi liðanna. Utah var einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Denver Nuggets í úrslitakeppninni í fyrra en tapaði þremur síðustu leikjunum og féll úr leik. „Við munum að sjálfsögðu eftir tilfinningunni frá síðasta tímabili og viljum ekki upplifa hana aftur,“ sagði Mike Conley, leikstjórnandi Utah. „Vonandi höldum við einbeitingu og köstum þessu ekki frá okkur eins og í fyrra. Við þurfum að klára dæmið á heimavelli og held að við séum staðráðnir í því,“ bætti Conley við. Í fyrra fór úrslitakeppnin öll fram í svokallaðri búbblu í Orlando án áhorfanda. Núna verður Utah hins vegar með heimavallarrétt í öllum einvígum þar sem liðið var með bestan árangur í NBA í vetur. Donovan Mitchell virðist vera búinn að jafna sig af meiðslum og skoraði þrjátíu stig fyrir Utah í nótt. Jordan Clarkson, besti sjötti leikmaður tímabilsins, skoraði 24 stig og Rudy Gobert var með sautján stig og átta fráköst. Ja Morant fór fyrir Memphis með 23 stigum og tólf stoðsendingum. Dillon Brooks og Jaren Jackson skoruðu 21 stig hvor. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Memphis og Utah sem og leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 1. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira