Á austanverðu landinu verður víða sunnan 8-13 m/s og talsverð rigning á Suðausturlandi en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Hiti 7 til 12 stig en allt að 17 stigum á Norðausturlandi.
Í kvöld og í nótt á að lægja og stytta upp á landinu öllu en á morgun nálgast hinsvegar næsta lægð. Eftir hádegi á morgun gengur í strekkingssuðaustanátt með dálítlilli rigningu sunnan- og vestanlands en áfram verður þurrt og bjart norðaustantil á landiu.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að næstu daga sé svo áfram útlit fyrir suðlægar áttir með vætu af og til, en lengst af þurrt og hlýtt í veðri á Norðaustur- og Austurlandi.