Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Jakob Ólafsson skrifar 2. júní 2021 12:01 Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun