Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 17:15 Skipið X-Press Pearl er að sökkva við strendur Sri Lanka. Sri Lanka Air Force via AP Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið. Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið.
Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira