ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana. Í fyrra, eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum og samkomubann var á Íslandi, æfði hún til að mynda í þessari uppblásnu laug í bílskúrnum heima hjá sér. vísir/vilhelm Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira